Fjölskylda Evu Ruzu hafði ekki mikla trú á henni fyrir matarboðið Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2020 13:31 Það gekk töluvert mikið á í aðdraganda matarboðsins. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir byrjaði í gærkvöldi með nýjan þátt á Stöð 2 sem nefnist Matarboð með Evu. Fyrstu fjórir gestirnir í þáttunum eru þær Eva Ruza, Júlíana Sara, Viktoría Hermannsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir. Í þáttunum byrjar hún að bjóða gesti þáttarins heim til sín upp á Akranes til að kenna þeim að reiða fram dýrindis kvöldmáltíð með öllu tilheyrandi. Gestir þáttanna eiga það sameiginlegt að vera kannski ekki meistarakokkar. Því næst þarf gesturinn að halda matarboð fyrir vini og vandamenn í heimahúsi og gera allt frá a-ö sjálf. Eva Ruza var fyrsti gesturinn í gærkvöldi og bauð hún fjölskyldu sinni í mat eftir góða leiðsögn frá Evu Laufey. Hér að neðan má sjá hvernig matarboðið gekk fyrir sig. Klippa: Fjölskylda Evu Ruzu hafði ekki mikla trú á henni fyrir matarboðið Hér að neðan má síðan sjá uppskrift sem fylgir öllum þáttum hér á Vísi: Hvítlauksmarinerað lambalæri ·1 lambalæri, beinlaust ·150 g smjör ·Handfylli steinselja ·Handfylli rósmarín ·4 hvítlauksrif ·1 msk. Ólífuolía ·Salt og nýmalaður piparAðferð: 1.Hitið ofninn í 200°C. 2.Setjið smjör, steinselju, rósmarín, hvítlauksrif, ólífuolíu, salt og pipar í matvinnsluvél og maukið. 3.Nuddið lærinu upp úr hvítlaukssmjörinu og kryddið til með salti og pipar. 4.Eldið lærið í 60 mínútur. 5.Á meðan lærið er í ofninum undirbúið þið meðlætið. 6.Leyfið lærinu að hvíla í lágmark 10 mínútur áður en þið skerið í kjötið og berið fram. Rótargrænmeti ·2 stórar sætar kartöflur ·½ sellerírót ·5 – 6 gulrætur ·2 – 3 bökunarkartöflur ·Tímían, ferskt smátt saxað ·Salt og pipar ·2 msk ólífuolía ·50 g smjör, skorið í teninga Aðferð: 1.Skerið allt hráefnið mjög smátt, blandið olíu og kryddum saman og blandið öllu vel saman. 2.Hellið í eldfast mót og setjið nokkrar smjörklípur yfir. 3.Inn í ofn við 200°C í 35 – 40 mínútur. 4.Gott að hræra í einu sinni til tvisvar. Sveppasósa ·500 ml rjómi ·2 msk smjör ·300 g blandaðir sveppir (kastaníu og flúða) ·Salt og pipar ·1 tsk tímían, ferskt smátt saxað ·1 pakki piparostur ·1 teningur lambakraftur ·Salt og pipar Aðferð: 1.Skerið sveppina smátt, hitið smjör í potti og steikið sveppina upp úr smjörinu í smá stund eða þar til þeir eru mjúkir í gegn. Kryddið með salti, pipar og fersku tímían. 2.Rífið niður piparost og bætið honum út í ásamt rjómanum. Leyfið sósunni að malla við vægan hita á meðan osturinn bráðnar. 3.Bætið krafti út í sósuna og smakkið að sjálfsögðu til með salti og pipar. Smjörsteiktur aspas ·1 búnt aspas, ferskur ·3 msk smjör ·Salt og pipar Aðferð: 1.Skolið aspasinn og þerrið, skerið trénaða hlutann frá og hitið smjör á pönnu. 2.Steikið aspasinn upp úr smjörinu í nokkrar mínútur og kryddið til með salti og pipar. Oreo triffli ·500 g rjómaostur ·500 ml rjómi ·5 msk sykur ·2 tsk vanilludropar ·2 tsk vanillusykur ·200 g Oreo kexkökur ·Fersk ber Aðferð: 1.Stífþeytið rjóma og leggið til hliðar. 2.Þeytið saman rjómaost, sykur og vanillu þar til blandan er orðin silkimjúk og létt í sér. 3.Setjið 8 kökur af Oreo saman við og hrærið þar til það hefur blandast vel við rjómaostinn. 4.Myljið restina af Oreo kökunum mjög fínt og setjið til hliðar. 5.Blandið nú rjómanum saman við með sleikju, og blandið varlega saman. 6.Setjið réttinn saman. Fyrst fer rjómaostablanda og svo fer Oreo mylsna, og þið endurtakið leikinn þar til þið eruð komin með nokkur lög. 7.Skreytið trifflið að vild með ferskum berjum og kælið. Matur Eva Laufey Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Sjá meira
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir byrjaði í gærkvöldi með nýjan þátt á Stöð 2 sem nefnist Matarboð með Evu. Fyrstu fjórir gestirnir í þáttunum eru þær Eva Ruza, Júlíana Sara, Viktoría Hermannsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir. Í þáttunum byrjar hún að bjóða gesti þáttarins heim til sín upp á Akranes til að kenna þeim að reiða fram dýrindis kvöldmáltíð með öllu tilheyrandi. Gestir þáttanna eiga það sameiginlegt að vera kannski ekki meistarakokkar. Því næst þarf gesturinn að halda matarboð fyrir vini og vandamenn í heimahúsi og gera allt frá a-ö sjálf. Eva Ruza var fyrsti gesturinn í gærkvöldi og bauð hún fjölskyldu sinni í mat eftir góða leiðsögn frá Evu Laufey. Hér að neðan má sjá hvernig matarboðið gekk fyrir sig. Klippa: Fjölskylda Evu Ruzu hafði ekki mikla trú á henni fyrir matarboðið Hér að neðan má síðan sjá uppskrift sem fylgir öllum þáttum hér á Vísi: Hvítlauksmarinerað lambalæri ·1 lambalæri, beinlaust ·150 g smjör ·Handfylli steinselja ·Handfylli rósmarín ·4 hvítlauksrif ·1 msk. Ólífuolía ·Salt og nýmalaður piparAðferð: 1.Hitið ofninn í 200°C. 2.Setjið smjör, steinselju, rósmarín, hvítlauksrif, ólífuolíu, salt og pipar í matvinnsluvél og maukið. 3.Nuddið lærinu upp úr hvítlaukssmjörinu og kryddið til með salti og pipar. 4.Eldið lærið í 60 mínútur. 5.Á meðan lærið er í ofninum undirbúið þið meðlætið. 6.Leyfið lærinu að hvíla í lágmark 10 mínútur áður en þið skerið í kjötið og berið fram. Rótargrænmeti ·2 stórar sætar kartöflur ·½ sellerírót ·5 – 6 gulrætur ·2 – 3 bökunarkartöflur ·Tímían, ferskt smátt saxað ·Salt og pipar ·2 msk ólífuolía ·50 g smjör, skorið í teninga Aðferð: 1.Skerið allt hráefnið mjög smátt, blandið olíu og kryddum saman og blandið öllu vel saman. 2.Hellið í eldfast mót og setjið nokkrar smjörklípur yfir. 3.Inn í ofn við 200°C í 35 – 40 mínútur. 4.Gott að hræra í einu sinni til tvisvar. Sveppasósa ·500 ml rjómi ·2 msk smjör ·300 g blandaðir sveppir (kastaníu og flúða) ·Salt og pipar ·1 tsk tímían, ferskt smátt saxað ·1 pakki piparostur ·1 teningur lambakraftur ·Salt og pipar Aðferð: 1.Skerið sveppina smátt, hitið smjör í potti og steikið sveppina upp úr smjörinu í smá stund eða þar til þeir eru mjúkir í gegn. Kryddið með salti, pipar og fersku tímían. 2.Rífið niður piparost og bætið honum út í ásamt rjómanum. Leyfið sósunni að malla við vægan hita á meðan osturinn bráðnar. 3.Bætið krafti út í sósuna og smakkið að sjálfsögðu til með salti og pipar. Smjörsteiktur aspas ·1 búnt aspas, ferskur ·3 msk smjör ·Salt og pipar Aðferð: 1.Skolið aspasinn og þerrið, skerið trénaða hlutann frá og hitið smjör á pönnu. 2.Steikið aspasinn upp úr smjörinu í nokkrar mínútur og kryddið til með salti og pipar. Oreo triffli ·500 g rjómaostur ·500 ml rjómi ·5 msk sykur ·2 tsk vanilludropar ·2 tsk vanillusykur ·200 g Oreo kexkökur ·Fersk ber Aðferð: 1.Stífþeytið rjóma og leggið til hliðar. 2.Þeytið saman rjómaost, sykur og vanillu þar til blandan er orðin silkimjúk og létt í sér. 3.Setjið 8 kökur af Oreo saman við og hrærið þar til það hefur blandast vel við rjómaostinn. 4.Myljið restina af Oreo kökunum mjög fínt og setjið til hliðar. 5.Blandið nú rjómanum saman við með sleikju, og blandið varlega saman. 6.Setjið réttinn saman. Fyrst fer rjómaostablanda og svo fer Oreo mylsna, og þið endurtakið leikinn þar til þið eruð komin með nokkur lög. 7.Skreytið trifflið að vild með ferskum berjum og kælið.
Matur Eva Laufey Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Sjá meira