Lífið

„Hún er lendingarpallurinn fyrir klikkunina sem á sér stað hjá mér“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gauti Þeyr opnar sig í einlægu viðtali þar sem hann kemur víða við.
Gauti Þeyr opnar sig í einlægu viðtali þar sem hann kemur víða við. vísir/vilhelm

Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar undanfarin ár og er að verða einn á reynslumesti í rappsenunni hér á landi.

Hann er töluverður viðskiptamaður og stofnaði hamborgarastað í Vesturbænum fyrir ekki svo löngu. Rapparinn er gestur vikunnar í Einkalífinu en hann er síðasti gesturinn í þessari þáttaröð.

Gauti er trúlofaður, Jovana Schally, og eiga þau saman þrjú börn. Bæði komu þau inn í sambandið með barn úr fyrra sambandi og eiga síðan saman einn dreng.

„Hún er búin að vera í útlöndum núna í sex daga og það er allt í fokki heima,“ segir Gauti þegar hann var beðin um að lýsa unnustu sinni sem hefur greinilega haft mikil og góð áhrifa á tónlistarmanninn.

„Hún er lendingarpallurinn fyrir klikkunina sem á sér stað hjá mér. Þegar ég kynntist henni þá fann ég að það fullkomnaðist eitthvað. Ég veit að þetta er ótrúlega væmið og klisja. Þetta er Yin og yang og hún er fullkomin á móti mér og við eigum frábært samband. Allir sem hafa hitt hana segja við mig, haltu í þessa konu,“ segir Gauti.

Í þættinum hér að ofan ræðir Gauti einnig um tónlistarferilinn, hvernig ferill hans hefur þróast í gegnum árin, kvíða sem hann hefur klímt við í áraraðir, um komandi plötu og um hvað hún fjallar, um þau fjárhagsleg áföll sem kórónaveiran hefur í för með sér fyrir tónlistarmenn, um framhaldið og margt margt fleira.


Tengdar fréttir

Það ætlar enginn að skilja

Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.