Vill henda orðinu smitskömm Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2020 14:54 Alma Möller, landlæknir. Vísir/Vilhelm Alma Möller, landlæknir, hóf mál sitt á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag á að ræða um orðið „smitskömm“ sem segja má að sé nýyrði sem orðið hefur til í kórónuveirufaraldrinum. Lagði landlæknir til að við myndum henda því orði og sagði að enginn gæti gert að því að smitast eða smita aðra að því gefnu að viðkomandi hefði fylgt reglum um einangrun og sóttkví. „Mér finnst að við ættum að hætta að agnúast út í aðra vegna þessa,“ sagði Alma. Landsmenn ættu ekki að láta veiruna komast upp á milli sín. Þá þakkaði hún þeim fyrir sem eru nú í einangrun og sottkví og sagði þá vera að leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið allt. Fannst hún hafa brugðist samfélaginu Undanfarið hafa þeir sem smitast hafa af veirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19 lýst því hvernig þeir hafi fundið fyrir smitskömm. Þannig sagði Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir frá því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hvernig hún fyndi fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks án þess að vita hún væri smituð. Þórey býr á Hvammstanga en hún og eiginmaður hennar eru smituð. Þau vita ekki hvernig og það kom þeim á óvart. Þórey fann aðallega fyrir líkamlegri þreytu sem hún tengdi við útivist. Maðurinn hennar fékk hita í einn dag í byrjun síðustu viku en varð svo hressari. Hann fékk greiningu á föstudag eftir að sonur þeirra veiktist. Í millitíðinni fór Þórey á meðal fólks. „Í rauninni fékk ég bara smá áfall, því að ég var búin að fara í búð og mér fannst ég hafa brugðist svolítið samfélaginu mínu. Ég hafi kannski mögulega ef ég væri nú með þetta líka smitað einhvern annan og ég upplifði smá smitskömm,“ sagði Þórey í samtali við fréttastofu sem vonar innilega að hún hafi ekki smitað neinn. Klippa: Alma vill leggja orðinu smitskömm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslenska á tækniöld Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Alma Möller, landlæknir, hóf mál sitt á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag á að ræða um orðið „smitskömm“ sem segja má að sé nýyrði sem orðið hefur til í kórónuveirufaraldrinum. Lagði landlæknir til að við myndum henda því orði og sagði að enginn gæti gert að því að smitast eða smita aðra að því gefnu að viðkomandi hefði fylgt reglum um einangrun og sóttkví. „Mér finnst að við ættum að hætta að agnúast út í aðra vegna þessa,“ sagði Alma. Landsmenn ættu ekki að láta veiruna komast upp á milli sín. Þá þakkaði hún þeim fyrir sem eru nú í einangrun og sottkví og sagði þá vera að leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið allt. Fannst hún hafa brugðist samfélaginu Undanfarið hafa þeir sem smitast hafa af veirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19 lýst því hvernig þeir hafi fundið fyrir smitskömm. Þannig sagði Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir frá því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hvernig hún fyndi fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks án þess að vita hún væri smituð. Þórey býr á Hvammstanga en hún og eiginmaður hennar eru smituð. Þau vita ekki hvernig og það kom þeim á óvart. Þórey fann aðallega fyrir líkamlegri þreytu sem hún tengdi við útivist. Maðurinn hennar fékk hita í einn dag í byrjun síðustu viku en varð svo hressari. Hann fékk greiningu á föstudag eftir að sonur þeirra veiktist. Í millitíðinni fór Þórey á meðal fólks. „Í rauninni fékk ég bara smá áfall, því að ég var búin að fara í búð og mér fannst ég hafa brugðist svolítið samfélaginu mínu. Ég hafi kannski mögulega ef ég væri nú með þetta líka smitað einhvern annan og ég upplifði smá smitskömm,“ sagði Þórey í samtali við fréttastofu sem vonar innilega að hún hafi ekki smitað neinn. Klippa: Alma vill leggja orðinu smitskömm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslenska á tækniöld Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira