Lífið

Íbúar í Húnaþingi vestra unnu saman lagið Ég lifi í sóttkví

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegt lag og myndband. 
Skemmtilegt lag og myndband. 

Húnaþing vestra er fullt af tónelsku fólki eins og lesendur trolla.is sáu í dag þegar myndband af laginu Ég lifi í sóttkví birtist á YouTube.

„Nú þegar allt sveitafélagið er í sóttkví voru góð ráð dýr, en það fannst þó lausn á vandanum með hjálp tækninnar. Í gær kom upp sú hugmynd að taka upp lag í sóttkví. Fyrst tók Aðalsteinn upp píanó, sendi það á Kidda sem tók upp sönginn með símanum sínum. Þar næst tók Silli við og setti saman píanó og söng og sendi það á Gumma sem tók upp gítar með símanum sínum,“ segir í frétt um lagið á síðunni trolli.is en það var umræddur Kiddi sem púslaði myndbandinu saman og hlóð upp á YouTube.

Hér að neðan má sjá og hlusta á lagið Ég lifi í sóttkví sem svipar heldur betur til lagsins Ég lifi í draumi eftir Eyjólf Kristjánsson.

Fyrir fjórum dögum  voru allir íbúar sveitarfélagsins Húnaþings vestra settir úrvinnslusóttkví ig var gripið til þessarar ráðstöfunar vegna grunsemda um víðtækt smit kórónuveirunnar í sveitarfélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×