Lífið

Íbúar í Húnaþingi vestra unnu saman lagið Ég lifi í sóttkví

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegt lag og myndband. 
Skemmtilegt lag og myndband. 

Húnaþing vestra er fullt af tónelsku fólki eins og lesendur trolla.is sáu í dag þegar myndband af laginu Ég lifi í sóttkví birtist á YouTube.

„Nú þegar allt sveitafélagið er í sóttkví voru góð ráð dýr, en það fannst þó lausn á vandanum með hjálp tækninnar. Í gær kom upp sú hugmynd að taka upp lag í sóttkví. Fyrst tók Aðalsteinn upp píanó, sendi það á Kidda sem tók upp sönginn með símanum sínum. Þar næst tók Silli við og setti saman píanó og söng og sendi það á Gumma sem tók upp gítar með símanum sínum,“ segir í frétt um lagið á síðunni trolli.is en það var umræddur Kiddi sem púslaði myndbandinu saman og hlóð upp á YouTube.

Hér að neðan má sjá og hlusta á lagið Ég lifi í sóttkví sem svipar heldur betur til lagsins Ég lifi í draumi eftir Eyjólf Kristjánsson.

Fyrir fjórum dögum  voru allir íbúar sveitarfélagsins Húnaþings vestra settir úrvinnslusóttkví ig var gripið til þessarar ráðstöfunar vegna grunsemda um víðtækt smit kórónuveirunnar í sveitarfélaginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.