Innlent

Bætir í vind í kvöld og élin verða kröftugri

Atli Ísleifsson skrifar
Vindur verður á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu, en bjartviðri verður austantil.
Vindur verður á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu, en bjartviðri verður austantil. Vísir/Vilhelm

Suðvestanáttin allsráðandi á Íslandi næstu daga. Yfirleitt verður frostlaust að deginum og ætti sólin að hafa nokkurn veginn undan að bræða þau él sem koma í dag. Vindur verður á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu, en bjartviðri verður austantil.

Hins vegar mun bæta í vind í kvöld þar sem élin verða kröftugri og mun sólin vart hafa undan og dálítil föl gæti því myndast þar sem sé orðið snjólétt, eins og allvíða á Suður- og Suðvesturlandi.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að ekki séu líkur á að snjó taki upp annars staðar fyrr en um helgi þegar von sé á hlýrra lofti úr vestri.

„Hins vegar er suðvestanáttin nánast þurr og allvíða léttskýjað norðaustanlands og á Austurlandi.

Áfram svipuð dægursveifla í hitanum, en hiti gæti náð 4 til 5 stigum yfir daginn en um og undir frostmarki að næturlagi,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort Veðurstofunnar fyrir hádegið eins og það leit út klukkan 7 í morgun.veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Suðvestan 8-15 m/s og él, hvassast á annesjum, en bjartviðri NA- og A-til. Hiti kringum frostmark að deginum.

Á föstudag: Norðvestlæg átt, 5-10 m/s og dálítil él, en lengst af léttskýjað syðra. Heldur kólnandi í bili.

Á laugardag, sunnudag og mánudag: Vestanáttir, dálítil slydda á V-verðu landinu og síðar súldarloft, en þurrt eystra og hlýnar í veðri.

Á þriðjudag: Útlit fyrir kólnandi veður með ofankomu fyrir norðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.