Innlent

Bætir í vind í kvöld og élin verða kröftugri

Atli Ísleifsson skrifar
Vindur verður á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu, en bjartviðri verður austantil.
Vindur verður á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu, en bjartviðri verður austantil. Vísir/Vilhelm

Suðvestanáttin allsráðandi á Íslandi næstu daga. Yfirleitt verður frostlaust að deginum og ætti sólin að hafa nokkurn veginn undan að bræða þau él sem koma í dag. Vindur verður á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu, en bjartviðri verður austantil.

Hins vegar mun bæta í vind í kvöld þar sem élin verða kröftugri og mun sólin vart hafa undan og dálítil föl gæti því myndast þar sem sé orðið snjólétt, eins og allvíða á Suður- og Suðvesturlandi.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að ekki séu líkur á að snjó taki upp annars staðar fyrr en um helgi þegar von sé á hlýrra lofti úr vestri.

„Hins vegar er suðvestanáttin nánast þurr og allvíða léttskýjað norðaustanlands og á Austurlandi.

Áfram svipuð dægursveifla í hitanum, en hiti gæti náð 4 til 5 stigum yfir daginn en um og undir frostmarki að næturlagi,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort Veðurstofunnar fyrir hádegið eins og það leit út klukkan 7 í morgun.veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Suðvestan 8-15 m/s og él, hvassast á annesjum, en bjartviðri NA- og A-til. Hiti kringum frostmark að deginum.

Á föstudag: Norðvestlæg átt, 5-10 m/s og dálítil él, en lengst af léttskýjað syðra. Heldur kólnandi í bili.

Á laugardag, sunnudag og mánudag: Vestanáttir, dálítil slydda á V-verðu landinu og síðar súldarloft, en þurrt eystra og hlýnar í veðri.

Á þriðjudag: Útlit fyrir kólnandi veður með ofankomu fyrir norðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×