Innlent

Keflavíkurflugvöllur eins og draugabær

Samúel Karl Ólason skrifar
Nánast engir ferðamenn eru að koma til landsins og engir Íslendingar á leið úr landi.
Nánast engir ferðamenn eru að koma til landsins og engir Íslendingar á leið úr landi. Vísir/Vilhelm

Keflavíkurflugvöllur leit út eins og draugabær í dag en ferðamönnum hefur fækkað gífurlega hér á landi og sömuleiðis ferðum Íslendinga vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubanns. Fyrr í þessum mánuði fór þar að auki að draga verulega úr flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu.

Sjá einnig: Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu

Samkomubannið sem er í gildi hér á landi var hert á miðnætti og mega tuttugu manns eða fleiri nú ekki koma saman.

Sjá einnig: „Við erum ekkert að grínast með þetta“

Er takmörkununum ætlað að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn er lögð áhersla á að nánd milli fólks verði ekki minni en tveir metrar og í allri starfsemi verður að tryggja að hægt sé að hafa minnst tvo metra á milli einstaklinga.

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir fjölda fyrirtækja skella í lás í dag á fyrsta degi herts samkomubanns. Sum fyrirtæki megi hreinlega ekki starfa, önnur sjá ekki hag sinn í að hafa opið og mörgum er lokað vegna lítillar eftirspurnar.

Sjá einnig: Fjöldi fyrirtækja skellti í lás í dag

Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, tók göngutúr um Keflavíkurflugvöll í dag og fangaði andrúmsloftið. Myndirnar má sjá hér að neðan.

240 manns var sagt upp hjá Icelandair í gær og var einnig gripið til annarskonar aðgerða.Vísir/Vilhelm
Fáir ferðamenn voru að fara í flug í dag.Vísir/Vilhelm
Þessi ferðamaður var á leið úr landi og var ef til vill beðinn um að slökkva ljósin á eftir sér.Vísir/Vilhelm
Bílastæðin við Keflavíkurflugvöll eru nánast tóm.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Flugvélum hefur verið lagt víða um heim.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.