Innlent

Fyrsta kórónusmitið á Austurlandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Egilsstaðir
Egilsstaðir Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Fyrsta smitið af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum var staðfest á Austurlandi í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Þar með hefur komið upp smit í öllum heilbrigðisumdæmum, eins og fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Hinn smitaði er í einangrun og ekki mikið veikur. Samkvæmt hefðbundnu verklagi er nú unnið að smitrakningu af hálfu smitrakningateymis sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×