Segir af og frá að Persónuvernd hafi setið aðgerðalaus um helgina Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2020 12:06 Kári ber Persónuvernd þungum sökum en þar er Helga Þórisdóttir forstjóri. Vísir/Samsett Forstjóri Persónuverndar segir stofnunina hafa unnið hörðum höndum að umsókn íslenskrar erfðagreiningar alla helgina og niðurstöðu að vænta í dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gangrýndi Persónuvernd harðlega í pistli sem hann birti á Facebook í gær. Þar sakaði hann stofnunina um að draga fæturna við afgreiðslu á umsókn fyrirtækisins um að birta niðurstöður úr skimun fyrirtækisins fyrir kórónuveiru í samfélaginu í vísindagrein. Hann sagði vísindaráð hafa samþykkt umsóknina á nokkrum klukkutímum. Hann segir svörin frá Persónuvernd hafa verið á þá leið að umsóknin yrði afgreidd eftir helgi. Vildi Kári meina að það þýddi að starfsfólk Persónuverndar ynni ekki um helgar þrátt fyrir neyðarástand. Forstjóri Persónuverndar segir það af og frá. „Á föstudaginn, klukkan nákvæmlega 12:45, fengum við erindi frá Vísindasiðanefnd þar sem okkur var tilkynnt að fram væri komin beiðni um umsögn um vísindarannsókn frá Íslenskri erfðagreiningu. Það sem er óheppilegt í þessu ferli sem viðtók er að við vissum ekki að við ættum von á þessari umsókn á þessum degi. Hún hitti okkur fyrir í miðjum klíðum á þeim verkefnum sem við vorum að sinna. Sama dag bættust áfram við brýn verkefni, meðal annars frá sóttvarnalækni og almannavörnum. Mitt fólk vann fram eftir á föstudegi og um helgina þurfti líka að sinna þessu verkefni. Það lá alveg ljóst fyrir strax þegar við fengum þetta í hendurnar, sérstaklega eftir því sem leið á föstudaginn og fleiri verkefni bættust við, að við myndum ekki ná að ljúka afgreiðslu samdægurs og það var alveg ljóst að við myndum þurfa helgina til að ná að vinna áfram í þessu. Sem var gert þannig að öll helgina var undir. Svona er staðan, nú erum við á mánudegi og sjáum fram á að ef allt gengur að óskum náum við að koma þessu frá okkur í dag,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Persónuvernd þarf að ganga úr skugga að niðurstöðurnar sem Íslensk erfðagreining ætlar sér að birta brjóti ekki persónuverndarlög. „Það sem hefur verið gæfa Persónuverndar í gegnum árin er að við höfum náð að vinna eftir þeim lögum sem okkur ber að vinna eftir. Þetta hafa verið ótrúlegir tímar hjá Persónuvernd, alveg frá því undirbúningur nýju persónuverndarlöggjafarinnar tók við og allt sem hefur fylgt á eftir. Með fámennan mannskap hafa ótrúlegir hlutir náðst í gegn. Við höfum náð að fylgja lögunum á þeim mikla hraða og í því mikla ati sem við erum í. Ef við klikkum og er til dæmis að leyfa, hvort sem það eru vísindarannsóknir eða annað, getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir einstaklinga í landinu. Ef öryggi persónuverndarupplýsinga er ekki nægjanlega tryggt geta óviðkomandi komist í slíkar upplýsingar. Það skiptir máli að allt sé í lagi þegar verið er að höndla erfðaupplýsingar. Þannig að þrátt fyrir að hafa alvarlega undir mönnuð í alltof langan tíma höfum við náð að tryggja eins vel og okkur hefur verið frekast unnt faglegt starf og afleiðingar þess að misfarið sé með persónuverndarupplýsingar, það ættu mörg nýleg dæmi að sýna fram á það þegar fólk og fyrirtæki þurfa að þola margra milljarða króna sektir þegar ekki er rétt farið með persónuverndarupplýsingar,“ segir Helga. Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir stofnunina hafa unnið hörðum höndum að umsókn íslenskrar erfðagreiningar alla helgina og niðurstöðu að vænta í dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gangrýndi Persónuvernd harðlega í pistli sem hann birti á Facebook í gær. Þar sakaði hann stofnunina um að draga fæturna við afgreiðslu á umsókn fyrirtækisins um að birta niðurstöður úr skimun fyrirtækisins fyrir kórónuveiru í samfélaginu í vísindagrein. Hann sagði vísindaráð hafa samþykkt umsóknina á nokkrum klukkutímum. Hann segir svörin frá Persónuvernd hafa verið á þá leið að umsóknin yrði afgreidd eftir helgi. Vildi Kári meina að það þýddi að starfsfólk Persónuverndar ynni ekki um helgar þrátt fyrir neyðarástand. Forstjóri Persónuverndar segir það af og frá. „Á föstudaginn, klukkan nákvæmlega 12:45, fengum við erindi frá Vísindasiðanefnd þar sem okkur var tilkynnt að fram væri komin beiðni um umsögn um vísindarannsókn frá Íslenskri erfðagreiningu. Það sem er óheppilegt í þessu ferli sem viðtók er að við vissum ekki að við ættum von á þessari umsókn á þessum degi. Hún hitti okkur fyrir í miðjum klíðum á þeim verkefnum sem við vorum að sinna. Sama dag bættust áfram við brýn verkefni, meðal annars frá sóttvarnalækni og almannavörnum. Mitt fólk vann fram eftir á föstudegi og um helgina þurfti líka að sinna þessu verkefni. Það lá alveg ljóst fyrir strax þegar við fengum þetta í hendurnar, sérstaklega eftir því sem leið á föstudaginn og fleiri verkefni bættust við, að við myndum ekki ná að ljúka afgreiðslu samdægurs og það var alveg ljóst að við myndum þurfa helgina til að ná að vinna áfram í þessu. Sem var gert þannig að öll helgina var undir. Svona er staðan, nú erum við á mánudegi og sjáum fram á að ef allt gengur að óskum náum við að koma þessu frá okkur í dag,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Persónuvernd þarf að ganga úr skugga að niðurstöðurnar sem Íslensk erfðagreining ætlar sér að birta brjóti ekki persónuverndarlög. „Það sem hefur verið gæfa Persónuverndar í gegnum árin er að við höfum náð að vinna eftir þeim lögum sem okkur ber að vinna eftir. Þetta hafa verið ótrúlegir tímar hjá Persónuvernd, alveg frá því undirbúningur nýju persónuverndarlöggjafarinnar tók við og allt sem hefur fylgt á eftir. Með fámennan mannskap hafa ótrúlegir hlutir náðst í gegn. Við höfum náð að fylgja lögunum á þeim mikla hraða og í því mikla ati sem við erum í. Ef við klikkum og er til dæmis að leyfa, hvort sem það eru vísindarannsóknir eða annað, getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir einstaklinga í landinu. Ef öryggi persónuverndarupplýsinga er ekki nægjanlega tryggt geta óviðkomandi komist í slíkar upplýsingar. Það skiptir máli að allt sé í lagi þegar verið er að höndla erfðaupplýsingar. Þannig að þrátt fyrir að hafa alvarlega undir mönnuð í alltof langan tíma höfum við náð að tryggja eins vel og okkur hefur verið frekast unnt faglegt starf og afleiðingar þess að misfarið sé með persónuverndarupplýsingar, það ættu mörg nýleg dæmi að sýna fram á það þegar fólk og fyrirtæki þurfa að þola margra milljarða króna sektir þegar ekki er rétt farið með persónuverndarupplýsingar,“ segir Helga.
Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira