Forsætisráðherra á að halda sig heima Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2020 11:19 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á kynningarfundi í Hörpu um helgina þar sem efnahagsaðgerðir vegna COVID-19 voru kynntar. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur fengið tilmæli um að halda sig heima þar til niðurstaða úr sýnatöku sem hún fór í vegna kórónuveirunnar liggur fyrir. Hún var því ekki í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun en í færslu á Facebook greinir Katrín frá því að yngsti sonur hennar sé í einum þeirra bekkja í Melaskóla sem sendir voru í sóttkví í gær. Hann og pabbi hans hafi því ákveðið að flytja út af heimilinu. „Í kjölfarið var ákveðið að ég færi í sýnatöku vegna kórónuveiru. Þar var ég beðin um að halda mig heima þar til niðurstaða kæmi úr þeirri sýnatöku. Þar sem ég hef verið dugleg að segja öllum að fylgja leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda þá geri ég það að sjálfsögðu líka – en það er ástæðan fyrir því að ég mætti ekki í óundirbúnar fyrirspurnir í morgun (en einhverjir fjölmiðlar hafa sent mér fyrirspurnir um það). Við erum nefnilega öll almannavarnir og getum öll lagt okkar af mörkum til að hemja útbreiðslu veirunnar,“ segir Katrín á Facebook. Það var í gær sem Björgvin Þór Þórhallsson, skólastjóri Melaskóla, sendi öllum foreldrum við skólann tölvupóst og sagði frá því að starfsmaður skólans sem einnig starfar í frístundaheimilinu Selinu hefði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Starfsmaðurinn væri ekki veikur en virðist hafa fengið væg einkenni. Vegna þessa hafi því nokkrir starfsmenn og nemendur í þremur bekkjum sem hittu hann undir lok síðustu viku að fara í fjórtán daga sóttkví. Í póstinum sagði jafnframt af því að síðan samkomubann tók gildi á mánudaginn í síðustu viku hafa skólabyggingarnar tvær verið aðskildar. Þá hafi enginn samgangur verið á milli hópanna sem starfa í húsunum tveimur. Farið hafi verið eftir hólfaskiptingu og þess gætt að hóparnir og teymin sem þar vinni séu aðskilin. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Vinstri græn Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur fengið tilmæli um að halda sig heima þar til niðurstaða úr sýnatöku sem hún fór í vegna kórónuveirunnar liggur fyrir. Hún var því ekki í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun en í færslu á Facebook greinir Katrín frá því að yngsti sonur hennar sé í einum þeirra bekkja í Melaskóla sem sendir voru í sóttkví í gær. Hann og pabbi hans hafi því ákveðið að flytja út af heimilinu. „Í kjölfarið var ákveðið að ég færi í sýnatöku vegna kórónuveiru. Þar var ég beðin um að halda mig heima þar til niðurstaða kæmi úr þeirri sýnatöku. Þar sem ég hef verið dugleg að segja öllum að fylgja leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda þá geri ég það að sjálfsögðu líka – en það er ástæðan fyrir því að ég mætti ekki í óundirbúnar fyrirspurnir í morgun (en einhverjir fjölmiðlar hafa sent mér fyrirspurnir um það). Við erum nefnilega öll almannavarnir og getum öll lagt okkar af mörkum til að hemja útbreiðslu veirunnar,“ segir Katrín á Facebook. Það var í gær sem Björgvin Þór Þórhallsson, skólastjóri Melaskóla, sendi öllum foreldrum við skólann tölvupóst og sagði frá því að starfsmaður skólans sem einnig starfar í frístundaheimilinu Selinu hefði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Starfsmaðurinn væri ekki veikur en virðist hafa fengið væg einkenni. Vegna þessa hafi því nokkrir starfsmenn og nemendur í þremur bekkjum sem hittu hann undir lok síðustu viku að fara í fjórtán daga sóttkví. Í póstinum sagði jafnframt af því að síðan samkomubann tók gildi á mánudaginn í síðustu viku hafa skólabyggingarnar tvær verið aðskildar. Þá hafi enginn samgangur verið á milli hópanna sem starfa í húsunum tveimur. Farið hafi verið eftir hólfaskiptingu og þess gætt að hóparnir og teymin sem þar vinni séu aðskilin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Vinstri græn Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira