Menning

Bein útsending: Herbergi til leigu

Tinni Sveinsson skrifar
Sigrún Edda Björnsdóttir og Hjörtur Jóhann Jónsson.
Sigrún Edda Björnsdóttir og Hjörtur Jóhann Jónsson. Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða landsmönnum heima í stofu upp á skemmtun á tímum samkomubanns. Í hádeginu í dag er komið að leiklestri á verkinu Herbergi til leigu - Eitt gramm af gamansemi eftir Jökul Jakobsson.

Leikararnir Sigrún Edda Björnsdóttir og Hjörtur Jóhann Jónsson sjá um leiklesturinn.

„Efnið gengur út á það, að frúin í húsinu auglýsir herbergi til leigu og til hennar kemur maður og vill gjarnan fá herbergið. Hann virðist vera hið mesta prúðmenni, en er ekki allur þar sem hann er séður og kemur töluverðu róti á hugsanir hennar og daglegt líf,“ sagði í Vísi þegar útvarpsleikhúsið flutti verkið árið 1973.

Uppfært 13:20: Hér fyrir neðan má horfa á leiklesturinn í heild sinni.

Klippa: Herbergi til leigu - Eitt gramm af gamansemi - leiklestur

Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum.


Tengdar fréttir

Bak við tjöldin á Mary Poppins

Stórsýningin Mary Poppins sló í gegn í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Borgarleikhúsið streymir í kvöld klukkan 20 upptöku frá uppsetningu söngleiksins.

Bein útsending: Sagan um Gosa

Haraldur Ari Stefánsson sem leikur Gosa í uppsetningu Borgarleikhússins á ævintýrum spýtustráksins les söguna um Gosa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×