Lífið

Íslendingar rifja upp góðar minningar frá síðasta sumri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Færsla Víðis vakti heldur betur athygli.
Færsla Víðis vakti heldur betur athygli. vísir/vilhelm

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild, skoraði á landsmenn á blaðamannafundi í gær að taka kórónulausan klukkutíma frá klukkan átta til níu í gærkvöldi og ræða um eitthvað allt annað en veiruna sem hefur tekið sig á flug um landið síðustu vikur.

„Hvað er uppáhalds minningin þín frá síðast sumri?.“

Þetta skrifar Víðir á Facebook-síðu í gærkvöld og ekki stóð á svörum hjá Íslendingum. Nokkrir þekktir Íslendingar hafa svarað færslunni.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, rifjar upp góða veðrið.

„Allir óvæntu góðviðris dagarnir sem urðu bestu dagarnir áreynslulaust. Þar sem maður bakaði pönnsur og henti út á pall og þremur klst síðar voru allir ennþá á pallinum rjóðir í kinnum að dásama íslenska sumarið að undirbúa og ræða hvað ætti eiginlega að vera í kvöldmat. Þar sem maður bara var og naut. Þessir dagar koma aftur...“

Hafliði Breiðfjörð, stofnandi og eigandi vefsíðunnar Fótbolti.net skrifar. „Besta sumarveður á ævinni sem kom akkúrat þegar ég var búinn að eignast blæjubíl.“

Góður tími hjá Hafliða. 

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmanneyjum, minnist sólarinnar og gleðinnar. „Goslokin í Eyjum. Og líka ...Sólin og gleðin sem kemur aftur! Við látum ekki ræna okkur gleðinni!“

íris rifjar upp yndislegan tíma með fjölskyldunni á Ítalíu.

Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, skrifar.

„Those summer nights. Eftir góðan sigur.“

Jón náði í hlussubleikju.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, minnist fallegu sumardagana.

„Það er um margt að velja, ætli það séu ekki fallegu sumardagarnir þegar maður gat ferðast um landið á hestbaki með pabba og góðum vinum. Fallegi dagurinn þegar pabbi varð 60 ára. Göngur um landið og brúðkaup á Seyðisfirði. Þetta á það sameiginlegt að vera innanlands, með fólkinu sem maður elskar og í ótrúlegu veðri. Við munum öll njóta með þessum hætti aftur.“

Þessi fallega fjölskylda naut lífsins á Flórída. 

Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Miðla Sýnar, rifjar upp ferð til Svíþjóðar. „Sumardagar í Stokkhólmi með fjölskyldunni.“

Hér að neðan má sjá vel yfir fimm hundruð athugasemdir við færslu Víðis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×