Íslendingar rifja upp góðar minningar frá síðasta sumri Stefán Árni Pálsson skrifar 23. mars 2020 10:33 Færsla Víðis vakti heldur betur athygli. vísir/vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild, skoraði á landsmenn á blaðamannafundi í gær að taka kórónulausan klukkutíma frá klukkan átta til níu í gærkvöldi og ræða um eitthvað allt annað en veiruna sem hefur tekið sig á flug um landið síðustu vikur. „Hvað er uppáhalds minningin þín frá síðast sumri?.“ Þetta skrifar Víðir á Facebook-síðu í gærkvöld og ekki stóð á svörum hjá Íslendingum. Nokkrir þekktir Íslendingar hafa svarað færslunni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, rifjar upp góða veðrið. „Allir óvæntu góðviðris dagarnir sem urðu bestu dagarnir áreynslulaust. Þar sem maður bakaði pönnsur og henti út á pall og þremur klst síðar voru allir ennþá á pallinum rjóðir í kinnum að dásama íslenska sumarið að undirbúa og ræða hvað ætti eiginlega að vera í kvöldmat. Þar sem maður bara var og naut. Þessir dagar koma aftur...“ Hafliði Breiðfjörð, stofnandi og eigandi vefsíðunnar Fótbolti.net skrifar. „Besta sumarveður á ævinni sem kom akkúrat þegar ég var búinn að eignast blæjubíl.“ Góður tími hjá Hafliða. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmanneyjum, minnist sólarinnar og gleðinnar. „Goslokin í Eyjum. Og líka ...Sólin og gleðin sem kemur aftur! Við látum ekki ræna okkur gleðinni!“ íris rifjar upp yndislegan tíma með fjölskyldunni á Ítalíu. Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, skrifar. „Those summer nights. Eftir góðan sigur.“ Jón náði í hlussubleikju. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, minnist fallegu sumardagana. „Það er um margt að velja, ætli það séu ekki fallegu sumardagarnir þegar maður gat ferðast um landið á hestbaki með pabba og góðum vinum. Fallegi dagurinn þegar pabbi varð 60 ára. Göngur um landið og brúðkaup á Seyðisfirði. Þetta á það sameiginlegt að vera innanlands, með fólkinu sem maður elskar og í ótrúlegu veðri. Við munum öll njóta með þessum hætti aftur.“ Þessi fallega fjölskylda naut lífsins á Flórída. Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Miðla Sýnar, rifjar upp ferð til Svíþjóðar. „Sumardagar í Stokkhólmi með fjölskyldunni.“ Hér að neðan má sjá vel yfir fimm hundruð athugasemdir við færslu Víðis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild, skoraði á landsmenn á blaðamannafundi í gær að taka kórónulausan klukkutíma frá klukkan átta til níu í gærkvöldi og ræða um eitthvað allt annað en veiruna sem hefur tekið sig á flug um landið síðustu vikur. „Hvað er uppáhalds minningin þín frá síðast sumri?.“ Þetta skrifar Víðir á Facebook-síðu í gærkvöld og ekki stóð á svörum hjá Íslendingum. Nokkrir þekktir Íslendingar hafa svarað færslunni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, rifjar upp góða veðrið. „Allir óvæntu góðviðris dagarnir sem urðu bestu dagarnir áreynslulaust. Þar sem maður bakaði pönnsur og henti út á pall og þremur klst síðar voru allir ennþá á pallinum rjóðir í kinnum að dásama íslenska sumarið að undirbúa og ræða hvað ætti eiginlega að vera í kvöldmat. Þar sem maður bara var og naut. Þessir dagar koma aftur...“ Hafliði Breiðfjörð, stofnandi og eigandi vefsíðunnar Fótbolti.net skrifar. „Besta sumarveður á ævinni sem kom akkúrat þegar ég var búinn að eignast blæjubíl.“ Góður tími hjá Hafliða. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmanneyjum, minnist sólarinnar og gleðinnar. „Goslokin í Eyjum. Og líka ...Sólin og gleðin sem kemur aftur! Við látum ekki ræna okkur gleðinni!“ íris rifjar upp yndislegan tíma með fjölskyldunni á Ítalíu. Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, skrifar. „Those summer nights. Eftir góðan sigur.“ Jón náði í hlussubleikju. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, minnist fallegu sumardagana. „Það er um margt að velja, ætli það séu ekki fallegu sumardagarnir þegar maður gat ferðast um landið á hestbaki með pabba og góðum vinum. Fallegi dagurinn þegar pabbi varð 60 ára. Göngur um landið og brúðkaup á Seyðisfirði. Þetta á það sameiginlegt að vera innanlands, með fólkinu sem maður elskar og í ótrúlegu veðri. Við munum öll njóta með þessum hætti aftur.“ Þessi fallega fjölskylda naut lífsins á Flórída. Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Miðla Sýnar, rifjar upp ferð til Svíþjóðar. „Sumardagar í Stokkhólmi með fjölskyldunni.“ Hér að neðan má sjá vel yfir fimm hundruð athugasemdir við færslu Víðis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira