Innlent

Mikil röskun á millilandaflugi

Heimir Már Pétursson skrifar
Keflavíkurflugvöllur á tímum kórónuveirunnar.
Keflavíkurflugvöllur á tímum kórónuveirunnar. Vísir/vilhelm

Tuttugu og átta brottförum hefur verið aflýst á Keflavíkurflugvelli í dag en frá því snemma í morgun og fram á kvöld eru níu brottfarir á áætlun.

Icelandair flaug senmma í morgun til Stokkhólms, London Heathrow og Amsterdam. Næsta brottför er ekki fyrr en klukkan 12:45 þegar SAS áætlar að fljúga til Oslóar. British Airways áætlar síðan brottför klukkan 13:15 til London Heathrow.

Næsta flug frá Keflavíkurflugvelli er klukkan 17:15 með Icelandair til Boston í Bandaríkjunum, WIZZ Air flýgur til London Luton klukkan 18:45, Easy Jet á London Gatwick klukkan 19:30 og til Manchester klukkan 19:40.

Tvö flug Icelandair eru áætluð til Kaupmannahafnar á morgun.Vísir/vilhelm

Svipaða sögu er að segja af komum til Keflavíkurflugvallar. Snemma í morgun lentu tvær flugvélar Icelandair frá Vancuver í Kanada og Boston í Bandaríkjunum. Næstu komur eru ekki fyrr en í hádeginu. En flugvél SAS frá Osló er með áætlaða komu klukkan 12:05 og flugvél British Airways frá London Heathrow klukkan 12:20.

Klukkan 15:20 koma flugvélar Icelandair frá Stokkhólmi og Amsterdam og klukkan 15:30 frá London Heathrow. Klukkan 18:00 er væntanleg flugvél frá WIZZ Air frá London Luton og klukkan 18:50 kemur flugvél Easy Jet frá London Gatwick og klukkan 19:00 er væntanleg flugvél frá Easy Jet frá Manchester.

Öllu flugi öðru en því sem hér hefur verið talið upp er aflýst til og frá Keflavíkurflugvelli í dag. Í tilkynningu frá Icelandair segir að flugáætlun þess sé nú rétt rúmlega 14 prósent af fyrri áætlunum félagsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.