„Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 16:14 Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í fjögurfréttum á Bylgjunni að óveðrið væri búið að ná hámarki. VÍSIR/VILHELM Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í fjögurfréttum á Bylgjunni að óveðrið væri búið að ná hámarki. Hvernig er þróunin í dag og útlitið? „Veðrið er að ganga niður um sunnanvert landið en það verður áfram hvasst norðan til á landinu og verður alveg fram á kvöld. Það er úrkoma um allt land og snjóar ennþá á Vestfjörðum og Austfjörðum og víðar á norðanverðu landinu en hér syðra er komin rigning.“ En þótt áfram verði hvasst þá hefur hámarkinu verið náð ekki satt? „Jú, veðrið er komið í hámark núna og það dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu,“ segir Daníel. Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. Víðast hvar 13-18 m/s en 18-25 m/s undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Lægðinni fylgir dálítil snjókoma á Vestfjörðum en annars staðar verður rigning, einkum um austanvert landið. Gul viðvörun tekur gildi fyrir Vestfirði snemma í fyrramálið en í kringum hádegisbil á Suður-og Austurlandi. Hiti tvö til fimm stig en um og undir frostmarki norðan til á landinu. Sjávarflóð eru líkleg í kvöld og á morgun. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í fjögurfréttum á Bylgjunni að óveðrið væri búið að ná hámarki. Hvernig er þróunin í dag og útlitið? „Veðrið er að ganga niður um sunnanvert landið en það verður áfram hvasst norðan til á landinu og verður alveg fram á kvöld. Það er úrkoma um allt land og snjóar ennþá á Vestfjörðum og Austfjörðum og víðar á norðanverðu landinu en hér syðra er komin rigning.“ En þótt áfram verði hvasst þá hefur hámarkinu verið náð ekki satt? „Jú, veðrið er komið í hámark núna og það dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu,“ segir Daníel. Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. Víðast hvar 13-18 m/s en 18-25 m/s undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Lægðinni fylgir dálítil snjókoma á Vestfjörðum en annars staðar verður rigning, einkum um austanvert landið. Gul viðvörun tekur gildi fyrir Vestfirði snemma í fyrramálið en í kringum hádegisbil á Suður-og Austurlandi. Hiti tvö til fimm stig en um og undir frostmarki norðan til á landinu. Sjávarflóð eru líkleg í kvöld og á morgun.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00
Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24
Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02