Atlético Madrid er áfram í 4. sæti spænsku 1. deildarinnar í fótbolta eftir 2-2 jafntefli við Valencia á útivelli í kvöld.
Atlético komst tvívegis yfir í fyrri hálfleik með mörkum Marcos Llorente og Thomas Partey, en Gabriel Paulista skoraði í millitíðinni fyrir Valencia. Það var svo Geoffrey Kondogbia sem skoraði síðasta markið hálftíma fyrir leikslok.
Valencia er í 6. sæti með 38 stig, tveimur stigum á eftir Atlético sem gæti misst Sevilla upp fyrir sig á sunnudaginn.
Valencia og Atlético leika bæði í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í næstu viku. Valencia mætir Atalanta á miðvikudagskvöld en Atlético tekur á móti Liverpool á þriðjudaginn.
