Innlent

Ísland tekur þátt í ferðabanni ESB

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/EinarÁrna

Ísland mun taka þátt í ferðabanni Evrópusambandsins ásamt öðrum Schengen ríkjum. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. 

Bannið muni ekki hafa bein áhrif á vöru­flutn­inga held­ur ein­ung­is eiga við um ferðamenn utan Schengen sem verður þá ekki leng­ur heim­ilt að koma til lands­ins. 

„En komu ferðamanna er að mestu sjálfhætt vegna veirunnar,“ segir Áslaug Arna.

„Þrátt fyr­ir að ferðabann hafi ekki verið of­ar­lega hjá okk­ar sér­fræðing­um sem ár­ang­urs­rík aðferð gegn út­breiðslu kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins þá hef­ur verið biðlað til okk­ar að taka þátt í lok­un landa­mæra ESB- og Schengen-ríkj­anna og við eig­um óhægt um vik að skor­ast und­an því.“

Ráðherra segir alþjóðlegt og svæðis­bundið sam­starf ríkja mikilvægt í bar­átt­unni við veiruna og við þurf­um á sam­starfi ESB- og EES-ríkj­anna að halda. Á grundvelli þess og mati yfirvalda á okk­ar hags­mun­um þá mun­u Íslendingar taka þátt í aðgerðum Schengen-ríkj­anna og loka hér ytri landa­mær­um.

„Við höfum ít­rekað bent á okk­ar sér­stöðu inn­an svæðis­ins síðustu daga. Við erum eyja langt frá öðrum lönd­um og við eig­um meira und­ir flug­sam­göng­um og við höf­um því beðið um að sér­stakt til­lit verði tekið til okk­ar þegar við sjá­um fyr­ir að við vilj­um fara aflétta þess­ari lok­un.“


Tengdar fréttir

„Þurfum að meta okkar eigin hagsmuni“

Íslensk stjórnvöld eiga ennþá eftir að taka formlega afstöðu til þess hvernig brugðist verður við ákvörðun leiðtoga Evrópusambandsins um að setja á tímabundið bann við ónauðsynlegum ferðalögum á Schengen-svæðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.