Innlent

Staðfest smit orðin á fimmta hundrað

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi.
Skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi. Vísir/vilhelm

Staðfest kórónuveirusmit eru nú orðin 409, samkvæmt nýuppfærðum tölum á vefsíðunni Covid.is. Staðfest smit í gær voru 330 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn.

Sjö eru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna veirunnar og 4166 eru í sóttkví. Þá hafa 577 lokið sóttkví og tekin hafa verið 9189 sýni.

Fram kom á upplýsingafundi vegna veirunnar í gær að töluverð aukning hefði orðið í greiningu á kórónuveirusmitum hér á landi allra síðustu daga. Í gær, þegar staðfest smit voru 330, hafði þeim fjölgaði um 80 frá því daginn áður.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði þetta fyrstu vísbendingar um að við værum á leið upp ákveðna „brekku“ í kúrvu faraldursins sem teiknuð hefur verið upp, og að veiran væri að ná sér á flug.

„Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans. 

Hann hefur aldrei séð viðlíka samvinnu og sé í gangi á Landspítalanum þessa dagana en hann hefur verið afar gagnrýnin á Landspítalann og heilbrigðisyfirvöld á samfélagsmiðlum í gegnum tíðina.

Nánar er rætt við Ragnar Frey hér þar sem hann lýsir vinnunni í Covid-teymi spítalans.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

17 af 20 veikir í togara í Eyjum

Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×