Sendi frá sér yfirlýsingu eftir að hafa brotið reglur um sóttkví Anton Ingi Leifsson skrifar 20. mars 2020 10:45 Luka Jovic á varamannabekknum hjá Real fyrr í vetur. vísir/getty Luka Jovic, framherji Real Madrid, sendi frá sér stutta yfirlýsingu á Instagram í gær eftir að fréttir bárust af því að hann hefði brotið af sér í sóttkví er hann var í heimsókn í heimalandi sínu, Serbíu. Þessi 22 ára gamli framherji kom til Serbíu frá Spáni í síðustu viku og átti hann að vera 28 daga í sóttkví eins og allir aðrir sem koma heim frá löndum þar sem veiran hefur náð til. Hann sást hins vegar á götum Belgrad og í viðtali í gær sagði innanríkisráðherra Serba að það skipti engu máli hvort menn væru íþróttamenn eða ekki; þeim yrði refsað sem myndu brjóta gagnvart sóttkví reglunum. „Það er mjög erfitt að fylgjast með aðstæðunum í landinu okkar sem og öllum heiminum. Ég vil senda stuðning á alla en fyrst vil ég segja að ég er miður mín að vera aðal umræðuefnið þessa dagana,“ skrifaði Jovic á Instagram-síðu sína. Real Madrid striker Luka Jovic has moved to explain hismself after allegedly breaking the coronavirus quarantine imposed by Serbian authorities.https://t.co/3TKbZ9vZRT— Sky Sports Football (@SkyFootball) March 20, 2020 „Það er stöðugt verið að skrifa um mig og mér finnst það miður því það er ekki verið að skrifa um þessar hetjur sem eru að berjast við veiruna, sem eru læknar og þeir sem vinna í heilbrigðisgeiranum.“ „Í Madríd var ég mældur fyrir COVID-19 en það kom neikvætt út. Ég ferðaðist þar af leiðandi til Serbíu til að styðja fólkið og vera nálægt fólkinu mínu, en ég fékk leyfi frá félaginu. Þegar ég kom til Serbíu fór ég aftur í prufu og hún kom neikvæð út.“ „Ég er sorgmæddur yfir því að það er fólk sem hefur ekki unnið þeirra vinnu almennilega og hefur ekki gefið mér fullkomnar upplýsingar um sóttkví. Á Spáni máttu fara í matvörubúð og apótek en ekki hér. Ég vona að við getum komist yfir þetta saman,“ skrifað Jovic. Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira
Luka Jovic, framherji Real Madrid, sendi frá sér stutta yfirlýsingu á Instagram í gær eftir að fréttir bárust af því að hann hefði brotið af sér í sóttkví er hann var í heimsókn í heimalandi sínu, Serbíu. Þessi 22 ára gamli framherji kom til Serbíu frá Spáni í síðustu viku og átti hann að vera 28 daga í sóttkví eins og allir aðrir sem koma heim frá löndum þar sem veiran hefur náð til. Hann sást hins vegar á götum Belgrad og í viðtali í gær sagði innanríkisráðherra Serba að það skipti engu máli hvort menn væru íþróttamenn eða ekki; þeim yrði refsað sem myndu brjóta gagnvart sóttkví reglunum. „Það er mjög erfitt að fylgjast með aðstæðunum í landinu okkar sem og öllum heiminum. Ég vil senda stuðning á alla en fyrst vil ég segja að ég er miður mín að vera aðal umræðuefnið þessa dagana,“ skrifaði Jovic á Instagram-síðu sína. Real Madrid striker Luka Jovic has moved to explain hismself after allegedly breaking the coronavirus quarantine imposed by Serbian authorities.https://t.co/3TKbZ9vZRT— Sky Sports Football (@SkyFootball) March 20, 2020 „Það er stöðugt verið að skrifa um mig og mér finnst það miður því það er ekki verið að skrifa um þessar hetjur sem eru að berjast við veiruna, sem eru læknar og þeir sem vinna í heilbrigðisgeiranum.“ „Í Madríd var ég mældur fyrir COVID-19 en það kom neikvætt út. Ég ferðaðist þar af leiðandi til Serbíu til að styðja fólkið og vera nálægt fólkinu mínu, en ég fékk leyfi frá félaginu. Þegar ég kom til Serbíu fór ég aftur í prufu og hún kom neikvæð út.“ „Ég er sorgmæddur yfir því að það er fólk sem hefur ekki unnið þeirra vinnu almennilega og hefur ekki gefið mér fullkomnar upplýsingar um sóttkví. Á Spáni máttu fara í matvörubúð og apótek en ekki hér. Ég vona að við getum komist yfir þetta saman,“ skrifað Jovic.
Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira