Sendi frá sér yfirlýsingu eftir að hafa brotið reglur um sóttkví Anton Ingi Leifsson skrifar 20. mars 2020 10:45 Luka Jovic á varamannabekknum hjá Real fyrr í vetur. vísir/getty Luka Jovic, framherji Real Madrid, sendi frá sér stutta yfirlýsingu á Instagram í gær eftir að fréttir bárust af því að hann hefði brotið af sér í sóttkví er hann var í heimsókn í heimalandi sínu, Serbíu. Þessi 22 ára gamli framherji kom til Serbíu frá Spáni í síðustu viku og átti hann að vera 28 daga í sóttkví eins og allir aðrir sem koma heim frá löndum þar sem veiran hefur náð til. Hann sást hins vegar á götum Belgrad og í viðtali í gær sagði innanríkisráðherra Serba að það skipti engu máli hvort menn væru íþróttamenn eða ekki; þeim yrði refsað sem myndu brjóta gagnvart sóttkví reglunum. „Það er mjög erfitt að fylgjast með aðstæðunum í landinu okkar sem og öllum heiminum. Ég vil senda stuðning á alla en fyrst vil ég segja að ég er miður mín að vera aðal umræðuefnið þessa dagana,“ skrifaði Jovic á Instagram-síðu sína. Real Madrid striker Luka Jovic has moved to explain hismself after allegedly breaking the coronavirus quarantine imposed by Serbian authorities.https://t.co/3TKbZ9vZRT— Sky Sports Football (@SkyFootball) March 20, 2020 „Það er stöðugt verið að skrifa um mig og mér finnst það miður því það er ekki verið að skrifa um þessar hetjur sem eru að berjast við veiruna, sem eru læknar og þeir sem vinna í heilbrigðisgeiranum.“ „Í Madríd var ég mældur fyrir COVID-19 en það kom neikvætt út. Ég ferðaðist þar af leiðandi til Serbíu til að styðja fólkið og vera nálægt fólkinu mínu, en ég fékk leyfi frá félaginu. Þegar ég kom til Serbíu fór ég aftur í prufu og hún kom neikvæð út.“ „Ég er sorgmæddur yfir því að það er fólk sem hefur ekki unnið þeirra vinnu almennilega og hefur ekki gefið mér fullkomnar upplýsingar um sóttkví. Á Spáni máttu fara í matvörubúð og apótek en ekki hér. Ég vona að við getum komist yfir þetta saman,“ skrifað Jovic. Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Sjá meira
Luka Jovic, framherji Real Madrid, sendi frá sér stutta yfirlýsingu á Instagram í gær eftir að fréttir bárust af því að hann hefði brotið af sér í sóttkví er hann var í heimsókn í heimalandi sínu, Serbíu. Þessi 22 ára gamli framherji kom til Serbíu frá Spáni í síðustu viku og átti hann að vera 28 daga í sóttkví eins og allir aðrir sem koma heim frá löndum þar sem veiran hefur náð til. Hann sást hins vegar á götum Belgrad og í viðtali í gær sagði innanríkisráðherra Serba að það skipti engu máli hvort menn væru íþróttamenn eða ekki; þeim yrði refsað sem myndu brjóta gagnvart sóttkví reglunum. „Það er mjög erfitt að fylgjast með aðstæðunum í landinu okkar sem og öllum heiminum. Ég vil senda stuðning á alla en fyrst vil ég segja að ég er miður mín að vera aðal umræðuefnið þessa dagana,“ skrifaði Jovic á Instagram-síðu sína. Real Madrid striker Luka Jovic has moved to explain hismself after allegedly breaking the coronavirus quarantine imposed by Serbian authorities.https://t.co/3TKbZ9vZRT— Sky Sports Football (@SkyFootball) March 20, 2020 „Það er stöðugt verið að skrifa um mig og mér finnst það miður því það er ekki verið að skrifa um þessar hetjur sem eru að berjast við veiruna, sem eru læknar og þeir sem vinna í heilbrigðisgeiranum.“ „Í Madríd var ég mældur fyrir COVID-19 en það kom neikvætt út. Ég ferðaðist þar af leiðandi til Serbíu til að styðja fólkið og vera nálægt fólkinu mínu, en ég fékk leyfi frá félaginu. Þegar ég kom til Serbíu fór ég aftur í prufu og hún kom neikvæð út.“ „Ég er sorgmæddur yfir því að það er fólk sem hefur ekki unnið þeirra vinnu almennilega og hefur ekki gefið mér fullkomnar upplýsingar um sóttkví. Á Spáni máttu fara í matvörubúð og apótek en ekki hér. Ég vona að við getum komist yfir þetta saman,“ skrifað Jovic.
Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Sjá meira