Skoða stærri framkvæmdir Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2020 08:41 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Vísir/Einar „Við sjáum fram á að hér verði verulegur samdráttur og erum að reyna að koma í veg fyrir að hér verði eins mikið atvinnuleysi og ef við gerðum ekkert. Við erum að reyna að gera það sem við teljum að gera þurfi til að komast í gegnum tímabilið og að við verðum þá sterkari á eftir.“ Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sem mætti í Bítið á Bylgjunni og Stöð 2 í morgun þar sem hann ræddi faraldurinn og sagði frá undirbúningi fyrir stórframkvæmdir hér á landi. Hann sagði Íslendinga hafa í reynslubanka að leita og hann yrði að nota. Sigurður sagði vinnu hafa staðið yfir þar sem verið væri að skoða hvaða verkefni væri hægt að hefja sem fyrst og jafnvel stækka. Meðal stóru verkefnanna væri að aðgreina akstursstefnur og tvöfalda vegi og breikka í kringum höfuðborgina. Klippa: Bítið - Sigurður Ingi Jóhannsson Sigurður Ingi sagði spár ekki reikna með því að verðbólga fari að aukast hér á landi, þrátt fyrir gengislækkun krónunnar. Ríkið búi þó yfir sterkum gjaldeyrisforða til að vega upp á móti því. „Við sjáum olíuverð fara niður, því það er engin eftirspurn, og það verður heldur engin eftirspurn eða spenna eftir þessum innflutningi.“ Hann sagði ríkisstjórnina vera að skoða margar aðgerðir til að sporna gegn áhrifum faraldursins á efnahaginn og halda uppi einkaneyslu. Skilur gagnrýni Spurður út í gagnrýni stjórnarandstöðunnar yfir því að fá ekki aðkomu að umræðum um aðgerðir vegna faraldursins, sagðist Sigurður þeirrar skoðunar að mikilvægt væri að halda þinginu starfhæfu. Því þyrfti að takmarka umgengni þar. Hins vegar væri tekið við öllum hugmyndum. „Auðvitað skilur maður það að þeir sem ekki eru akkúrat við eitthvað borð að vinna við einhverjar tölur eða aðgerðir, að þeim líði eins og þeir séu fyrir utan það. En, þannig þarf nú stundum að vinna þegar þú þarft að vinna mjög hratt og það er það sem við þurfum að gera þessa dagana.“ Samgöngur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
„Við sjáum fram á að hér verði verulegur samdráttur og erum að reyna að koma í veg fyrir að hér verði eins mikið atvinnuleysi og ef við gerðum ekkert. Við erum að reyna að gera það sem við teljum að gera þurfi til að komast í gegnum tímabilið og að við verðum þá sterkari á eftir.“ Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sem mætti í Bítið á Bylgjunni og Stöð 2 í morgun þar sem hann ræddi faraldurinn og sagði frá undirbúningi fyrir stórframkvæmdir hér á landi. Hann sagði Íslendinga hafa í reynslubanka að leita og hann yrði að nota. Sigurður sagði vinnu hafa staðið yfir þar sem verið væri að skoða hvaða verkefni væri hægt að hefja sem fyrst og jafnvel stækka. Meðal stóru verkefnanna væri að aðgreina akstursstefnur og tvöfalda vegi og breikka í kringum höfuðborgina. Klippa: Bítið - Sigurður Ingi Jóhannsson Sigurður Ingi sagði spár ekki reikna með því að verðbólga fari að aukast hér á landi, þrátt fyrir gengislækkun krónunnar. Ríkið búi þó yfir sterkum gjaldeyrisforða til að vega upp á móti því. „Við sjáum olíuverð fara niður, því það er engin eftirspurn, og það verður heldur engin eftirspurn eða spenna eftir þessum innflutningi.“ Hann sagði ríkisstjórnina vera að skoða margar aðgerðir til að sporna gegn áhrifum faraldursins á efnahaginn og halda uppi einkaneyslu. Skilur gagnrýni Spurður út í gagnrýni stjórnarandstöðunnar yfir því að fá ekki aðkomu að umræðum um aðgerðir vegna faraldursins, sagðist Sigurður þeirrar skoðunar að mikilvægt væri að halda þinginu starfhæfu. Því þyrfti að takmarka umgengni þar. Hins vegar væri tekið við öllum hugmyndum. „Auðvitað skilur maður það að þeir sem ekki eru akkúrat við eitthvað borð að vinna við einhverjar tölur eða aðgerðir, að þeim líði eins og þeir séu fyrir utan það. En, þannig þarf nú stundum að vinna þegar þú þarft að vinna mjög hratt og það er það sem við þurfum að gera þessa dagana.“
Samgöngur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira