Lífið

Heilsan batnar með hverjum degi sem líður

Sylvía Hall skrifar
Tom Hanks og Rita Wilson.
Tom Hanks og Rita Wilson. Vísir/Getty

Hjónin Tom Hanks og Rita Wilson eru við góða heilsu og líður betur með degi hverjum. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi Hanks í samtali við People, en þau hjónin greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum í síðustu viku.

Hjónin eru enn í einangrun á heimili sínu í Ástralíu, þar sem Hanks er við tökur á kvikmynd um söngvarann Elvis Presley, en hafa það gott. Að sögn upplýsingafulltrúans er bataferli þeirra í samræmi við það sem þekkist hjá fólki á þeirra aldri en þau eru bæði 63 ára.

Sjá einnig: Tom Hanks og Rita Wil­son greinast með veiruna

Hjónin tilkynntu að þau hefðu greinst með kórónuveiruna fyrir viku síðan en þau leituðu til lækna eftir að hafa fundið fyrir flensueinkennum.

„Við fundum fyrir þreytu, eins og við væru kvefuð, og svo einhverja verki. Rita var með kuldahroll sem kom og fór. Lítilvægan hita líka,“ sagði Hanks í færslu á Instagram.

Hann sagðist taka greiningunni alvarlega og að þau hjónin myndu gera allt til þess að smita ekki aðra. Hann gerði sér grein fyrir því að sumir væru viðkvæmari en aðrir og gætu veikst alvarlega.

„Við tökum einn dag í einu. Það eru hlutir sem við getum öll gert til þess að komast í gegnum þetta með því að fylgja ráðum sérfræðinga og hugsa vel um okkur.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.