Gefa slökkviliðinu 60 milljónir til að berjast við eldana Sylvía Hall skrifar 5. janúar 2020 16:32 Nicole Kidman og Keith Urban. Vísir/Getty Hjónin Nicole Kidman og Keith Urban hafa gefið slökkviliðinu í Nýju Suður Wales fimm hundruð þúsund Bandaríkjadala til þess að berjast við skæða gróðurelda sem nú geisa á austurströnd landsins. Upphæðin samsvarar rúmlega sextíu milljónum íslenskra króna. Kidman og Urban hafa sterka tengingu við Ástralíu. Kidman er sjálf áströlsk en Urban, sem fæddur er í Nýja-Sjálandi, ólst upp í Ástralíu og eiga þau hús á svæðinu. Þá hefur leikkonan einnig tjáð sig opinberlega um ástandið í Ástralíu en hún bað fjölmiðlafólk afsökunar á viðburði fyrir Golden Globes verðlaunahátíðina þar sem hún væri annars hugar sökum ástandsins í landinu. „Stuðningur fjölskyldu okkar, hugur okkar og bænir eru hjá öllum þeim sem hafa orðið fyrir afleiðingum gróðureldanna sem geisa nú í Ástralíu. Við ætlum að gefa fimm hundruð þúsund Bandaríkjadali til slökkviliðsins sem er að gera og gefa svo mikið núna,“ skrifaði Kidman á Instagram. View this post on Instagram Our family’s support, thoughts and prayers are with everyone affected by the fires all over Australia. We are donating $500,000 to the Rural Fire Services who are all doing and giving so much right now. A post shared by Nicole Kidman (@nicolekidman) on Jan 4, 2020 at 3:10pm PST Eldarnir hafa orðið minnst 23 að bana síðan í september, og meira en tólf hundruð heimili hafa eyðilagst. Þá hafa milljónir hektara af landi brunnið. Ekkert af ríkjum Ástralíu hefur farið algerlega varhluta af áhrifum eldanna, en ástandið er einna verst í Nýja Suður-Wales.Fréttin hefur verið uppfærð. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Óttast að breytingar á vindátt valdi enn meiri skaða Yfirvöld í Ástralíu óttast að breytingar á vindátt í ríkinu Nýja Suður-Wales muni valda aukinni útbreiðslu skógar- og gróðurelda sem nú geisa á svæðinu. 4. janúar 2020 20:49 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. 3. janúar 2020 10:15 Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4. janúar 2020 10:03 Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Hjónin Nicole Kidman og Keith Urban hafa gefið slökkviliðinu í Nýju Suður Wales fimm hundruð þúsund Bandaríkjadala til þess að berjast við skæða gróðurelda sem nú geisa á austurströnd landsins. Upphæðin samsvarar rúmlega sextíu milljónum íslenskra króna. Kidman og Urban hafa sterka tengingu við Ástralíu. Kidman er sjálf áströlsk en Urban, sem fæddur er í Nýja-Sjálandi, ólst upp í Ástralíu og eiga þau hús á svæðinu. Þá hefur leikkonan einnig tjáð sig opinberlega um ástandið í Ástralíu en hún bað fjölmiðlafólk afsökunar á viðburði fyrir Golden Globes verðlaunahátíðina þar sem hún væri annars hugar sökum ástandsins í landinu. „Stuðningur fjölskyldu okkar, hugur okkar og bænir eru hjá öllum þeim sem hafa orðið fyrir afleiðingum gróðureldanna sem geisa nú í Ástralíu. Við ætlum að gefa fimm hundruð þúsund Bandaríkjadali til slökkviliðsins sem er að gera og gefa svo mikið núna,“ skrifaði Kidman á Instagram. View this post on Instagram Our family’s support, thoughts and prayers are with everyone affected by the fires all over Australia. We are donating $500,000 to the Rural Fire Services who are all doing and giving so much right now. A post shared by Nicole Kidman (@nicolekidman) on Jan 4, 2020 at 3:10pm PST Eldarnir hafa orðið minnst 23 að bana síðan í september, og meira en tólf hundruð heimili hafa eyðilagst. Þá hafa milljónir hektara af landi brunnið. Ekkert af ríkjum Ástralíu hefur farið algerlega varhluta af áhrifum eldanna, en ástandið er einna verst í Nýja Suður-Wales.Fréttin hefur verið uppfærð.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Óttast að breytingar á vindátt valdi enn meiri skaða Yfirvöld í Ástralíu óttast að breytingar á vindátt í ríkinu Nýja Suður-Wales muni valda aukinni útbreiðslu skógar- og gróðurelda sem nú geisa á svæðinu. 4. janúar 2020 20:49 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. 3. janúar 2020 10:15 Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4. janúar 2020 10:03 Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Óttast að breytingar á vindátt valdi enn meiri skaða Yfirvöld í Ástralíu óttast að breytingar á vindátt í ríkinu Nýja Suður-Wales muni valda aukinni útbreiðslu skógar- og gróðurelda sem nú geisa á svæðinu. 4. janúar 2020 20:49
Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. 3. janúar 2020 10:15
Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4. janúar 2020 10:03