Telur að ferðaþjónustan geti ekki leitt hagvöxt til lengdar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. janúar 2020 14:00 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri telur að ferðaþjónustan geti ekki leitt hagvöxt hér á landinu til lengdar. Þar sé komið að vissum þolmörkum. Þá batni lífskjör almennings vegna sögulegra lágra vaxta og minni verðbólgu en áður. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að bankinn hafi gripið til aðgerða eftir fall WOWair og lækkað vexti. Þeir séu nú í sögulegu lágmarki hér á landi en muni lækka meira ef þörf sé á. „Það sem við viljum sjá núna er að hagkerfið sýni viðnám og við erum að sjá merki þess. Það eru merki þess að við séum að taka miklu betur á móti samdrættinum í ferðaþjónustunni en við var búist.“ „Við viljum tryggja það að það verði veitt útlán á þessum lágu vöxtum.“ Munu halda áfram að lækka vexti ef samdráttur eykst „Við munum halda áfram að lækka vexti ef að verðbólga hjaðnar meira, en hún er núna á markmiði 2,5%, og ef það verður meiri samdráttur í landinu.“ „Núna getum við séð lífskjör almennings batna á Íslandi með lægri verðbólgu og lægra vaxtarstigi.“ Ásgeir segir lága vexti veita ríkisstjórninni sögulegt tækifæri. „Ég held að það sé sögulegt tækifæri til að fara í innviðafjárfestingar vegna lágs vaxtarstigs í landinu.“ Sér fyrir sér samdrátt í fjárfestingum í ferðaþjónustu Ásgeir telur að ferðaþjónustan ekki geta leitt hagvöxt til lengdar. „Allur fókusinn á Íslandi á undanförnum árum hefur verið á ferðaþjónustu. Þar hafa miklar fjárfestingar verið. Ég hef trú á greininni en tel að við förum ekki í miklar fjárfestingar þar í bili.“ „Ég sé ekki að ferðaþjónustan geti leitt landið til lengdar það er talað um það að það geti verið áþján að hafa of marga ferðamenn.“ Það þurfi að leggja áherslu á aðrar greinar atvinnulífsins. Hafi nú skýrara umboð til að grípa til aðgerða Eftir sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins er einn aðili sem ber ábyrgð á fjármálastöðugleika í landinu að sögn Ásgeirs . Það sé kostur því það hafi sýnt sig í bankahruninu 2008 að of margar stofnanir hafi borið ábyrgð á stöðugleikanum. „Það sem vantaði á árum áður var að það var ekki einn aðili sem bar ábyrgð á fjármálastöðugleikanum heldur margir sem endar á því að engin ber ábyrgð. Engum fannst hann hafa umboð til að grípa til aðgerða. Hvorki fjármálaeftirlitið né Seðlabankinn en núna er það þannig að einn aðili er með ábyrgð og tæki.“ Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Seðlabankastjóri telur að ferðaþjónustan geti ekki leitt hagvöxt hér á landinu til lengdar. Þar sé komið að vissum þolmörkum. Þá batni lífskjör almennings vegna sögulegra lágra vaxta og minni verðbólgu en áður. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að bankinn hafi gripið til aðgerða eftir fall WOWair og lækkað vexti. Þeir séu nú í sögulegu lágmarki hér á landi en muni lækka meira ef þörf sé á. „Það sem við viljum sjá núna er að hagkerfið sýni viðnám og við erum að sjá merki þess. Það eru merki þess að við séum að taka miklu betur á móti samdrættinum í ferðaþjónustunni en við var búist.“ „Við viljum tryggja það að það verði veitt útlán á þessum lágu vöxtum.“ Munu halda áfram að lækka vexti ef samdráttur eykst „Við munum halda áfram að lækka vexti ef að verðbólga hjaðnar meira, en hún er núna á markmiði 2,5%, og ef það verður meiri samdráttur í landinu.“ „Núna getum við séð lífskjör almennings batna á Íslandi með lægri verðbólgu og lægra vaxtarstigi.“ Ásgeir segir lága vexti veita ríkisstjórninni sögulegt tækifæri. „Ég held að það sé sögulegt tækifæri til að fara í innviðafjárfestingar vegna lágs vaxtarstigs í landinu.“ Sér fyrir sér samdrátt í fjárfestingum í ferðaþjónustu Ásgeir telur að ferðaþjónustan ekki geta leitt hagvöxt til lengdar. „Allur fókusinn á Íslandi á undanförnum árum hefur verið á ferðaþjónustu. Þar hafa miklar fjárfestingar verið. Ég hef trú á greininni en tel að við förum ekki í miklar fjárfestingar þar í bili.“ „Ég sé ekki að ferðaþjónustan geti leitt landið til lengdar það er talað um það að það geti verið áþján að hafa of marga ferðamenn.“ Það þurfi að leggja áherslu á aðrar greinar atvinnulífsins. Hafi nú skýrara umboð til að grípa til aðgerða Eftir sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins er einn aðili sem ber ábyrgð á fjármálastöðugleika í landinu að sögn Ásgeirs . Það sé kostur því það hafi sýnt sig í bankahruninu 2008 að of margar stofnanir hafi borið ábyrgð á stöðugleikanum. „Það sem vantaði á árum áður var að það var ekki einn aðili sem bar ábyrgð á fjármálastöðugleikanum heldur margir sem endar á því að engin ber ábyrgð. Engum fannst hann hafa umboð til að grípa til aðgerða. Hvorki fjármálaeftirlitið né Seðlabankinn en núna er það þannig að einn aðili er með ábyrgð og tæki.“
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira