„Það geta í raun allir veikst alvarlega“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. mars 2020 21:45 Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. Annan daginn í röð fjölgar þeim sem greinst hafa með kórónuveiruna á Íslandi hratt en þrjú hundruð og þrjátíu hafa nú greinst með veiruna. Á sólarhring fjölgaði smituðum um áttatíu. „Á Landspítala eru nú sjö einstaklingar inniliggjandi vegna COVID. Þar af er einn á gjörgæslu. Sá einstaklingur er ekki í öndunarvél,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þá segir hann aukninguna mesta í þeim sýnum sem veirufræðideild Landspítalans hefur fengið. „Það er ekki að sjá mikla aukningu á jákvæðum sýnum hjá Decode en verulegt stökk á veirufræðideildinni sem er ákveðið merki um að veiran sé kannski að ná sér aðeins á flug,“ segir Þórólfur. Í byrjun vikunnar lést ástralskur ferðamaður á sjúkrahúsinu á Húsavík. Eftir krufningu er talið er líklegt að hann sé fyrsta fórnarlamb COVID-19. „Í ljós kom lungnabólga þannig að það eru miklar líkur á því að maðurinn hafi látist af völdum Covid-19,“ segir Alma Möller landlæknir. Flestir þeirra smituðu eru á milli fertugs og fimmtugs eða áttatíu og fjórir. „Við erum að heyra um að það geti verið yngra fólk að veikjast eins og á Ítalíu og auðvitað fylgjumst við með því og við höfum alltaf sagt að fólk á öllum aldri getur veikst. Það er samt sjaldgæft með að börn veikist alvarlega og kannski svona fólk undir þrítugu en það geta í raun allir veikst alvarlega en langmesta áhætta í eldri hópum,“ segir Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. Annan daginn í röð fjölgar þeim sem greinst hafa með kórónuveiruna á Íslandi hratt en þrjú hundruð og þrjátíu hafa nú greinst með veiruna. Á sólarhring fjölgaði smituðum um áttatíu. „Á Landspítala eru nú sjö einstaklingar inniliggjandi vegna COVID. Þar af er einn á gjörgæslu. Sá einstaklingur er ekki í öndunarvél,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þá segir hann aukninguna mesta í þeim sýnum sem veirufræðideild Landspítalans hefur fengið. „Það er ekki að sjá mikla aukningu á jákvæðum sýnum hjá Decode en verulegt stökk á veirufræðideildinni sem er ákveðið merki um að veiran sé kannski að ná sér aðeins á flug,“ segir Þórólfur. Í byrjun vikunnar lést ástralskur ferðamaður á sjúkrahúsinu á Húsavík. Eftir krufningu er talið er líklegt að hann sé fyrsta fórnarlamb COVID-19. „Í ljós kom lungnabólga þannig að það eru miklar líkur á því að maðurinn hafi látist af völdum Covid-19,“ segir Alma Möller landlæknir. Flestir þeirra smituðu eru á milli fertugs og fimmtugs eða áttatíu og fjórir. „Við erum að heyra um að það geti verið yngra fólk að veikjast eins og á Ítalíu og auðvitað fylgjumst við með því og við höfum alltaf sagt að fólk á öllum aldri getur veikst. Það er samt sjaldgæft með að börn veikist alvarlega og kannski svona fólk undir þrítugu en það geta í raun allir veikst alvarlega en langmesta áhætta í eldri hópum,“ segir Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira