Víðir stoltur af Íslendingum sem mega þó ekki slaka á Sylvía Hall skrifar 18. apríl 2020 15:26 Frá fundi dagsins. Mynd/Lögreglan Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segist stoltur af þeim árangri sem Íslendingar hafa náð í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Allir hafi lagt sitt af mörkum og langflestir fylgt fyrirmælum yfirvalda. „Ég er mjög stoltur af því hvernig við sem samfélag höfum tekið á þessu verkefni. Þó svo að hægt sé að tína upp einstaka tilfelli þar sem hefði mátt gera betur þá er það þannig með öll okkar mannanna verk að við getum alltaf gert betur og við getum alltaf lært eitthvað,“ sagði Víðir í dag, aðspurður hvort hann væri enn á þeirri skoðun að við værum að standa okkur vel í sóttvarnaraðgerðum. „Í þessu samhengi erum við búin að gera góða hluti og ég held að árangurinn af faraldrinum hingað til hafi sýnt það.“ Hann segir þó mikilvægt að fólk sýni þolinmæði og muni að 4. maí er ekki kominn. Þau hafi fullan skilning á því að fólki sé létt en það megi ekki slaka á núna. „Við erum búin að vera í mjög ströngum aðgerðum og það eru margir búnir að leggja gríðarlega mikið á sig; fólk á hjúkrunarheimilum ekki fengið heimsóknir og fólk að missa vinnuna og allt það. Maður skilur það vel að fólki sé pínu létt og þar af leiðandi vilji slaka aðeins á og verði pínulítið kærulausara. Nú þurfum við að draga djúpt andann og halda áfram á þessari vegferð sem við höfum verið,“ segir Víðir. Enginn hefur áhuga á bakslagi Víðir segir árangurinn hingað til góðan og því þurfum við að passa að hann verði ekki til einskis. Samkomubann sé enn í gildi þó stefnt sé að því að aflétta einhverjum takmörkunum 4. maí. „Ég held það sé ekki nokkur áhugi, alveg sama hvern maður spyr að því, á því að við fáum eitthvert bakslag og þurfum að fara að grípa til frekari aðgerða eða þá í versta falli að við sjáum aukningu aftur á gjörgæslu eða fleira fólk veikist meira.“ Hann segir þó fulla ástæðu til þess að vera stolt af árangrinum hingað til. Það sé þó mikilvægara eftir 4. maí að fólk haldi einbeitingunni. „Við munum geta gert meira eftir 4. maí en það eru enn þá rúmar tvær vikur þangað til og við verðum að halda einbeitingu þangað til og eftir það ekki síður. Það verður líka mikil áskorun þegar skólarnir eru komnir á fullt og margt í samfélaginu mun endurspegla það að við séum farin að leyfa okkur meira, en þá kallar það enn þá frekar á í maí að við höldum einbeitingunni og pössum fyrir hvað við erum búin að berjast fyrir allar þessar vikur og alla þessa daga og allan þennan tíma – allt sem við erum búin að fórna nú þegar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svona var 48. upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. apríl 2020 13:12 Smitum fjölgaði um sex milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.760 hér á landi. 18. apríl 2020 13:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segist stoltur af þeim árangri sem Íslendingar hafa náð í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Allir hafi lagt sitt af mörkum og langflestir fylgt fyrirmælum yfirvalda. „Ég er mjög stoltur af því hvernig við sem samfélag höfum tekið á þessu verkefni. Þó svo að hægt sé að tína upp einstaka tilfelli þar sem hefði mátt gera betur þá er það þannig með öll okkar mannanna verk að við getum alltaf gert betur og við getum alltaf lært eitthvað,“ sagði Víðir í dag, aðspurður hvort hann væri enn á þeirri skoðun að við værum að standa okkur vel í sóttvarnaraðgerðum. „Í þessu samhengi erum við búin að gera góða hluti og ég held að árangurinn af faraldrinum hingað til hafi sýnt það.“ Hann segir þó mikilvægt að fólk sýni þolinmæði og muni að 4. maí er ekki kominn. Þau hafi fullan skilning á því að fólki sé létt en það megi ekki slaka á núna. „Við erum búin að vera í mjög ströngum aðgerðum og það eru margir búnir að leggja gríðarlega mikið á sig; fólk á hjúkrunarheimilum ekki fengið heimsóknir og fólk að missa vinnuna og allt það. Maður skilur það vel að fólki sé pínu létt og þar af leiðandi vilji slaka aðeins á og verði pínulítið kærulausara. Nú þurfum við að draga djúpt andann og halda áfram á þessari vegferð sem við höfum verið,“ segir Víðir. Enginn hefur áhuga á bakslagi Víðir segir árangurinn hingað til góðan og því þurfum við að passa að hann verði ekki til einskis. Samkomubann sé enn í gildi þó stefnt sé að því að aflétta einhverjum takmörkunum 4. maí. „Ég held það sé ekki nokkur áhugi, alveg sama hvern maður spyr að því, á því að við fáum eitthvert bakslag og þurfum að fara að grípa til frekari aðgerða eða þá í versta falli að við sjáum aukningu aftur á gjörgæslu eða fleira fólk veikist meira.“ Hann segir þó fulla ástæðu til þess að vera stolt af árangrinum hingað til. Það sé þó mikilvægara eftir 4. maí að fólk haldi einbeitingunni. „Við munum geta gert meira eftir 4. maí en það eru enn þá rúmar tvær vikur þangað til og við verðum að halda einbeitingu þangað til og eftir það ekki síður. Það verður líka mikil áskorun þegar skólarnir eru komnir á fullt og margt í samfélaginu mun endurspegla það að við séum farin að leyfa okkur meira, en þá kallar það enn þá frekar á í maí að við höldum einbeitingunni og pössum fyrir hvað við erum búin að berjast fyrir allar þessar vikur og alla þessa daga og allan þennan tíma – allt sem við erum búin að fórna nú þegar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svona var 48. upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. apríl 2020 13:12 Smitum fjölgaði um sex milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.760 hér á landi. 18. apríl 2020 13:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
Svona var 48. upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. apríl 2020 13:12
Smitum fjölgaði um sex milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.760 hér á landi. 18. apríl 2020 13:00