Innlent

Varar eindregið við heimaprófum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir stóð vaktina á átjánda upplýsingafundinum á nítján dögum fyrr í dag. Svaraði hann spurningum blaðamanna og fór yfir stöðu mála.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir stóð vaktina á átjánda upplýsingafundinum á nítján dögum fyrr í dag. Svaraði hann spurningum blaðamanna og fór yfir stöðu mála. Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar við því að fólk sé að taka einhvers konar heimapróf, blóðpróf, til að leggja mat á það hvort það sé með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

„Ég hef heyrt af þessu og það er mjög varasamt að fara út í eitthvað svona. Flest af þessum prófum eru ekki stöðluð og hafa ekki verið rannsökuð almennilega,“ sagði Þórólfur á daglegum upplýsingafundi almannavarna ríkislögreglustjóra, sóttvarnalæknis og landlæknis í dag.

Fram kom á fundinum að svo gæti farið að Íslensk erfðagreining þyrfti að hægja aðeins á sér við skimun almennings í ljósi þess að nokkur skortur er á pinnun sem notaðir eru við sýnatöku. Fólk sem átti bókaðan tíma í næstu viku hefur sumt hvert fengið skilaboð í síma um að skimun hafi verið frestað.

Þórólfur mælir eindregið gegn því að almenningur taki einhver heimapróf.

„Blóðpróf segir einungis til um hvort viðkomandi hafi myndað mótefni eða ekki, það tekur ákveðinn tíma - að minnsta kosti eina til tvær vikur inn í veikindin sjálf - til að mynda mótefni.“

Sóttvarnalæknir var afdráttalaus varðandi prófin.

„Ég vara við svona prófum. Þetta gefur mjög falskar niðurstöður. Jafnvel pósitívar niðurstöður og neikvæðar niðurstöður sömuleiðis.“

Fundinn í heild má sjá hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×