Þróunin þurfi ekki að koma á óvart Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. mars 2020 13:31 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm 250 smit kórónuveriunnar sem veldur Covid-19 hafa nú verið staðfest hér á landi og ríflega 2400 eru í sóttkví þegar þetta er skrifað. 43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Þeir sem greindust í gær voru þá rúmlega 17% allra þeirra sem greinst hafa með veiruna. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. Staðan ekki slæm í augnablikinu „Eðli svona faraldurs er náttúrlega sá að hann fer stigvaxandi og það er þessi kúrva sem við erum alltaf að tala um. Þetta smám saman hækkar þangað til það nær toppi og við munum alveg örugglega sjá sveiflur milli daga eins og við sjáum í gær og síðan í fyrradag. En þetta þýðir ekkert endilega að dagurinn í dag eða dagurinn á morgun verði svona toppar,“ segir Víðir. Greint var frá því í gær að unnið væri að því að útvega fleiri pinna sem notaðir eru til að taka sýni. „Við eigum alveg nóg í augnablikinu til þess að gera það sem að er verið að vinna þessa dagana en við erum að reyna að útvega okkur fleiri. En staðan er ekkert slæm í augnablikinu,“ segir Víðir. Skólum og hótelum lokað Nú er þriðji dagurinn í samkomubanni runninn upp og áhrifanna gætir víða í samfélaginu. Grunnskóla Húnaþings vestra hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem starfsmaður skólans hefur greinst með kórónuveiruna. Skólahald í Klettaskóla mun einnig falla niður um óákveðinn tíma vegna kórónuveirusmits sem kom upp hjá starfsmanni en áður hafði minnst tveimur öðrum skólum verið lokað vegna smits, Háteigsskóla og Grunnskólanum í Hveragerði „Það þarf lítið til að raska þessu og jafnvel að skólum loki eins og við höfum séð,“ segir Víðir. Nú herðir einnig að starfsemi hótela og gistihúsa en eigandi Center-hótela hefur til að mynda gripið til þess ráðs að loka fimm af sjö hótelum keðjunnar. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og svipaða sögu virðist vera að segja af öðrum hótelum landsins að því er fram kemur í blaðinu. KEA hótel hafa þegar lokað hóteli sínu í Austurstræti og er til skoðunar að sameina rekstur fleiri KEA hótela í borginni, svo fátt eitt sé nefnt. Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að útvíkka enn frekar svokölluð hááhættusvæði vegna Covid-19 og frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar og aðrir sem hafa búsetu á Íslandi að fara í tveggja vikna sóttkví, óháð því hvaðan þeir eru að koma. Undanþegnir eru flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð til norðurs Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
250 smit kórónuveriunnar sem veldur Covid-19 hafa nú verið staðfest hér á landi og ríflega 2400 eru í sóttkví þegar þetta er skrifað. 43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Þeir sem greindust í gær voru þá rúmlega 17% allra þeirra sem greinst hafa með veiruna. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. Staðan ekki slæm í augnablikinu „Eðli svona faraldurs er náttúrlega sá að hann fer stigvaxandi og það er þessi kúrva sem við erum alltaf að tala um. Þetta smám saman hækkar þangað til það nær toppi og við munum alveg örugglega sjá sveiflur milli daga eins og við sjáum í gær og síðan í fyrradag. En þetta þýðir ekkert endilega að dagurinn í dag eða dagurinn á morgun verði svona toppar,“ segir Víðir. Greint var frá því í gær að unnið væri að því að útvega fleiri pinna sem notaðir eru til að taka sýni. „Við eigum alveg nóg í augnablikinu til þess að gera það sem að er verið að vinna þessa dagana en við erum að reyna að útvega okkur fleiri. En staðan er ekkert slæm í augnablikinu,“ segir Víðir. Skólum og hótelum lokað Nú er þriðji dagurinn í samkomubanni runninn upp og áhrifanna gætir víða í samfélaginu. Grunnskóla Húnaþings vestra hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem starfsmaður skólans hefur greinst með kórónuveiruna. Skólahald í Klettaskóla mun einnig falla niður um óákveðinn tíma vegna kórónuveirusmits sem kom upp hjá starfsmanni en áður hafði minnst tveimur öðrum skólum verið lokað vegna smits, Háteigsskóla og Grunnskólanum í Hveragerði „Það þarf lítið til að raska þessu og jafnvel að skólum loki eins og við höfum séð,“ segir Víðir. Nú herðir einnig að starfsemi hótela og gistihúsa en eigandi Center-hótela hefur til að mynda gripið til þess ráðs að loka fimm af sjö hótelum keðjunnar. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og svipaða sögu virðist vera að segja af öðrum hótelum landsins að því er fram kemur í blaðinu. KEA hótel hafa þegar lokað hóteli sínu í Austurstræti og er til skoðunar að sameina rekstur fleiri KEA hótela í borginni, svo fátt eitt sé nefnt. Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að útvíkka enn frekar svokölluð hááhættusvæði vegna Covid-19 og frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar og aðrir sem hafa búsetu á Íslandi að fara í tveggja vikna sóttkví, óháð því hvaðan þeir eru að koma. Undanþegnir eru flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð til norðurs Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira