Stakkaborg lokuð í tvær vikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2020 12:31 Þessi risaeðla var einmana í garðinum við Stakkaborg í hádeginu. Vísir/Vilhelm Tveir starfsmenn á leikskólanum Stakkaborg í Bólstaðahlið í Reykjavík eru veikir og hefur annar greinst með staðfest smit af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Reiknað er með að leikskólanum verði lokað í tæpar tvær vikur vegna þessa eða til 30. mars. Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri á Stakkaborg, segir í tölvupósti til foreldra að smitið einskorðist við eina deild og auk þess börn sem voru á leikskólanum eftir klukkan 16:30 síðastliðinn föstudag. Um leið eiga önnur börn sem fengu póst frá skólanum í morgun, sem var áframsending frá Almannavörnum, að vera í sóttkví. „Við höfum öll áhyggjur, en munum að passa vel upp á alla í kringum okkur og sérstaklega þessi litlu börn sem eru ekki alveg að skilja aðstæður núna. Ég skil vel áhyggjurnar, við erum öll oft hrædd við það sem við þekkjum ekki og þessi veira er eitt af því,“ segir Jónína. „Það er talað um að einstaklingar geti smitað í 1-2 daga fyrir veikindi en þessi starfsmaður hefur ekki verið með börnum í leikskólanum síðan á föstudaginn í síðustu viku. Ég hvet ykkur sem hafið áhyggjur að leita upplýsinga á covid.is, fara í netspjall í gegnum heilsuveru eða heyra í ykkar heilsugæslulækni.“ Hún segist munu halda foreldrum upplýstum áfram en beðið sé niðurstöðu úr sýnatöku hjá hinum starfsmanninum en sá starfsmaður veiktist í lok mánudags. Því hafi engin börn verið á samvistum við starfsmanninn á þeim tímapunkti. Sá starfsmaður sem veiktist fyrr sé á góðum batavegi og virðist ætla að ganga hratt yfir. Nánari upplýsingar á heimasíðu Stakkaborgar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Tveir starfsmenn á leikskólanum Stakkaborg í Bólstaðahlið í Reykjavík eru veikir og hefur annar greinst með staðfest smit af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Reiknað er með að leikskólanum verði lokað í tæpar tvær vikur vegna þessa eða til 30. mars. Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri á Stakkaborg, segir í tölvupósti til foreldra að smitið einskorðist við eina deild og auk þess börn sem voru á leikskólanum eftir klukkan 16:30 síðastliðinn föstudag. Um leið eiga önnur börn sem fengu póst frá skólanum í morgun, sem var áframsending frá Almannavörnum, að vera í sóttkví. „Við höfum öll áhyggjur, en munum að passa vel upp á alla í kringum okkur og sérstaklega þessi litlu börn sem eru ekki alveg að skilja aðstæður núna. Ég skil vel áhyggjurnar, við erum öll oft hrædd við það sem við þekkjum ekki og þessi veira er eitt af því,“ segir Jónína. „Það er talað um að einstaklingar geti smitað í 1-2 daga fyrir veikindi en þessi starfsmaður hefur ekki verið með börnum í leikskólanum síðan á föstudaginn í síðustu viku. Ég hvet ykkur sem hafið áhyggjur að leita upplýsinga á covid.is, fara í netspjall í gegnum heilsuveru eða heyra í ykkar heilsugæslulækni.“ Hún segist munu halda foreldrum upplýstum áfram en beðið sé niðurstöðu úr sýnatöku hjá hinum starfsmanninum en sá starfsmaður veiktist í lok mánudags. Því hafi engin börn verið á samvistum við starfsmanninn á þeim tímapunkti. Sá starfsmaður sem veiktist fyrr sé á góðum batavegi og virðist ætla að ganga hratt yfir. Nánari upplýsingar á heimasíðu Stakkaborgar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent