Tíu ár frá því Fulham skellti Juventus eftirminnilega | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2020 14:30 Clint Dempsey fagnar eftir að hafa skorað stórkostlegt mark gegn Juventus. vísir/getty Í dag, 18. mars, eru nákvæmlega tíu ár síðan Fulham vann afar óvæntan 4-1 sigur á ítalska stórliðinu Juventus á Craven Cottage í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Juventus var í góðri stöðu eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum á Delle Alpi en Fulham, sem var þá undir stjórn Roys Hodgson, átti eftirminnilega endurkomu í seinni leiknum. Fulham komst alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar tímabilið 2009-10. Það er langbesti árangur sem liðið hefur nokkurn tímann náð í Evrópukeppni. Fulham endaði í 2. sæti E-riðils og sló Shakhtar Donetsk, sem vann Evrópudeildina tímabilið á undan, út í 32-liða úrslitunum, 3-2 samanlagt. Byrjunarlið Fulham í seinni leiknum gegn Juventus.vísir/getty Í 16-liða úrslitunum dróst Fulham svo gegn Juventus. Gamla konan var ekki beint á blómaskeiði sínu á þessum tíma en í liðinu voru samt leikmenn á borð við David Trezeguet, Fabio Cannavaro, Mauro Camaronesi og Alessandro Del Piero. Gianluigi Buffon var hins vegar fjarri góðu gamni og munaði um minna. Eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum benti fátt til annars en Juventus færi áfram í 8-liða úrslitin. Og veik von Fulham virtist að engu orðin þegar Trezeguet kom Juventus yfir eftir aðeins tvær mínútur í seinni leiknum. Bobby Zamora jafnaði fyrir Fulham sjö mínútum síðar og á 26. mínútu fékk Cannavaro svo rautt spjald fyrir brot á Zoltan Gera. Rauða spjaldið sem Fabio Cannavaro fékk gaf Fulham von.vísir/getty Fulham hafði átt tvö skot í tréverkið áður en Gera kom Fulham yfir sex mínútum fyrir hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Ungverjinn svo annað mark sitt úr vítaspyrnu og jafnaði metin í einvíginu, 4-4 samanlagt. Á 71. mínútu setti Hodgson Clint Dempsey inn á fyrir bakvörðinn Stephen Kelly. Dempsey var ekki lengi að láta að sér kveða og var hársbreidd frá því að koma Fulham í 4-1 með sinni fyrstu snertingu en hinn háaldraði Antonio Chimenti varði. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Dempsey skoraði með glæslegri vippu á 82. mínútu. Clint Dempsey skorar sigurmark Fulham gegn Juventus með glæsilegri vippu yfir Antonio Chimenti.vísir/getty Það reyndist sigurmarkið í einvíginu og Fulham henti því tuttuguogsjöföldum Ítalíumeisturum Juventus úr keppni. Enska liðið vann einvígið, 5-4 samanlagt. Mörkin úr því má sjá hér fyrir neðan. Í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar vann Fulham Þýskalandsmeistara Wolfsburg, 3-1 samanlagt, og lagði svo annað þýskt lið, Hamburg, í undanúrslitunum, 2-1 samanlagt. Fulham tapaði svo naumlega fyrir Atlético Madrid, 2-1, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Diego Forlán skoraði bæði mörk Atlético, það síðara fjórum mínútum fyrir lok framlengingar. Juventus og Fulham hafa farið ólíkar leiðir á síðustu árum. Juventus hefur orðið ítalskur meistari átta sinnum í röð á meðan Fulham er í B-deildinni. En stuðningsmenn liðsins geta alltaf ornað sér við minningarnar frá leiknum 18. mars 2010. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Í dag, 18. mars, eru nákvæmlega tíu ár síðan Fulham vann afar óvæntan 4-1 sigur á ítalska stórliðinu Juventus á Craven Cottage í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Juventus var í góðri stöðu eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum á Delle Alpi en Fulham, sem var þá undir stjórn Roys Hodgson, átti eftirminnilega endurkomu í seinni leiknum. Fulham komst alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar tímabilið 2009-10. Það er langbesti árangur sem liðið hefur nokkurn tímann náð í Evrópukeppni. Fulham endaði í 2. sæti E-riðils og sló Shakhtar Donetsk, sem vann Evrópudeildina tímabilið á undan, út í 32-liða úrslitunum, 3-2 samanlagt. Byrjunarlið Fulham í seinni leiknum gegn Juventus.vísir/getty Í 16-liða úrslitunum dróst Fulham svo gegn Juventus. Gamla konan var ekki beint á blómaskeiði sínu á þessum tíma en í liðinu voru samt leikmenn á borð við David Trezeguet, Fabio Cannavaro, Mauro Camaronesi og Alessandro Del Piero. Gianluigi Buffon var hins vegar fjarri góðu gamni og munaði um minna. Eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum benti fátt til annars en Juventus færi áfram í 8-liða úrslitin. Og veik von Fulham virtist að engu orðin þegar Trezeguet kom Juventus yfir eftir aðeins tvær mínútur í seinni leiknum. Bobby Zamora jafnaði fyrir Fulham sjö mínútum síðar og á 26. mínútu fékk Cannavaro svo rautt spjald fyrir brot á Zoltan Gera. Rauða spjaldið sem Fabio Cannavaro fékk gaf Fulham von.vísir/getty Fulham hafði átt tvö skot í tréverkið áður en Gera kom Fulham yfir sex mínútum fyrir hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Ungverjinn svo annað mark sitt úr vítaspyrnu og jafnaði metin í einvíginu, 4-4 samanlagt. Á 71. mínútu setti Hodgson Clint Dempsey inn á fyrir bakvörðinn Stephen Kelly. Dempsey var ekki lengi að láta að sér kveða og var hársbreidd frá því að koma Fulham í 4-1 með sinni fyrstu snertingu en hinn háaldraði Antonio Chimenti varði. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Dempsey skoraði með glæslegri vippu á 82. mínútu. Clint Dempsey skorar sigurmark Fulham gegn Juventus með glæsilegri vippu yfir Antonio Chimenti.vísir/getty Það reyndist sigurmarkið í einvíginu og Fulham henti því tuttuguogsjöföldum Ítalíumeisturum Juventus úr keppni. Enska liðið vann einvígið, 5-4 samanlagt. Mörkin úr því má sjá hér fyrir neðan. Í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar vann Fulham Þýskalandsmeistara Wolfsburg, 3-1 samanlagt, og lagði svo annað þýskt lið, Hamburg, í undanúrslitunum, 2-1 samanlagt. Fulham tapaði svo naumlega fyrir Atlético Madrid, 2-1, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Diego Forlán skoraði bæði mörk Atlético, það síðara fjórum mínútum fyrir lok framlengingar. Juventus og Fulham hafa farið ólíkar leiðir á síðustu árum. Juventus hefur orðið ítalskur meistari átta sinnum í röð á meðan Fulham er í B-deildinni. En stuðningsmenn liðsins geta alltaf ornað sér við minningarnar frá leiknum 18. mars 2010.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira