Innlent

Aldrei fleiri ný smit á einum degi

Kjartan Kjartansson skrifar
Um 11% þeirra sem tekin hafa verið sýni úr hafa greinst með kórónuveiruna.
Um 11% þeirra sem tekin hafa verið sýni úr hafa greinst með kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm

Fleiri en fjörutíu ný smit kórónuveiru greindust í dag og hafa aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst. Þeir sem greindust í dag er rúmlega 17% allra þeirra sem hafa nú greinst með veiruna.

Alls hafa nú 247 manns greinst með nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum á Íslandi, þar af 43 í dag. Það er hátt í tvöfalt fleiri en greinst hafa á einum degi til þessa. Mest greindust 24 á miðvikudag í síðustu viku.

Tæplega 2.300 manns eru nú í sóttkví vegna veirunnar og 247 eru í einangrun, samkvæmt tölum á upplýsingasíðu yfirvalda. Þrír eru á sjúkrahúsi. Tekin hafa verið sýni úr 2.278 manns og af þeim hafa tæp 11% greinst með veiruna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×