„Það er eins og maður sé konungur um stund“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 13:00 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er kominn aftur í hnakkinn eftir 40 ára hlé. Hann er viðmælandi í fyrsta þætti af Hestalífið. Vísir/Hestalífið Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. Guðmundur er viðmælandinn í fyrsta þættinum af Hestalífið, sem sýndir verða hér á Vísi. Umsjónarmaður þáttanna er Telma Lucinda Tómasson. „Ég kem í hesthúsið og raunverulega lít ég ekki á klukkuna. Síminn er bara úti í bíl og ég lít á þetta sem andlega íhugun að vissu leyti, ég meina, ég er að hugsa um þá og ekkert annað. Það kemst ekkert annað að meðan maður er hér, alveg sama hvort maður er að moka skít eða leggja á, eða kemba eða bara í útreiðartúr,“ segir Guðmundur. „Svo þegar maður er á svona góðum hesti þá líður manni afskaplega vel á baki. Það er eins og maður sé konungur um stund.“Hægt er að horfa á þáttinn í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hestalífið - Guðmundur Guðmundsson Handboltinn tók yfir Guðmundur kynntist hestum fyrst níu til tíu ára gamall. Þá var hann hestasveinn hjá tveimur merkismönnum í neðri Fáki, þeim Jóni Kaldal ljósmyndara sem var einn af fyrstu portrett ljósmyndurum Íslands og Ottó A. Michelsen sem var með IBM og Skrifstofuvélar. Guðmundur og félagi hans voru fengnir til að hreyfa hestana reglulega. „Ég naut þess auðvitað, var þarna á hverjum einasta degi þegar ég var ungur og svo var ég í hestamennsku til svona 18 ára aldurs eða 19. Þá tók handboltinn alveg yfir. Þannig að ég tók mér 40 ára pásu,“ útskýrir Guðmundur. Guðmundur er auðvitað með vel merktan landsliðshjálm.Vísir/Hestalífið Stuðningur við dótturina Það var mjög góð ástæða fyrir því að Guðmundur fór aftur af stað í hestamennskunni og honum líður stórkostlega yfir því að vera kominn í hnakkinn aftur. „Mér finnst þetta mjög gaman. Ég ákvað líka að fylgja eftir áhugamáli dóttur minnar, hún er búin að þrá mikið að eignast hesta og fara í hestamennsku og hún er búin að tala mikið um þetta. Þannig að ég ákvað líka út af því að styðja við bakið á henni og fara í hestamennskuna með henni. Þannig eiginlega æxlaðist þetta.“ Júlía 12 ára dóttir Guðmundar gefur tóninn í hesthúsinu. Þar eru alls konar sprey og aukahlutir fyrir hestinn þeirra Fák. „Dóttir mín keypti þetta úti í Berlín, hún hefur voða gaman af því að gera þá fína og þetta er held ég á faxið og taglið. Og svo eru hérna alls konar hófhlífar og teygjur. Ég er nú ekki duglegur við að setja teygjurnar í. Það sér dóttir mín um.“Mannlífsþátturinn Hestalífið fór í loftið á Vísi í dag og má horfa á fyrsta þátt í spilaranum hér ofar í fréttinni. Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit. Hestalífið Hestar Tengdar fréttir Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. Guðmundur er viðmælandinn í fyrsta þættinum af Hestalífið, sem sýndir verða hér á Vísi. Umsjónarmaður þáttanna er Telma Lucinda Tómasson. „Ég kem í hesthúsið og raunverulega lít ég ekki á klukkuna. Síminn er bara úti í bíl og ég lít á þetta sem andlega íhugun að vissu leyti, ég meina, ég er að hugsa um þá og ekkert annað. Það kemst ekkert annað að meðan maður er hér, alveg sama hvort maður er að moka skít eða leggja á, eða kemba eða bara í útreiðartúr,“ segir Guðmundur. „Svo þegar maður er á svona góðum hesti þá líður manni afskaplega vel á baki. Það er eins og maður sé konungur um stund.“Hægt er að horfa á þáttinn í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hestalífið - Guðmundur Guðmundsson Handboltinn tók yfir Guðmundur kynntist hestum fyrst níu til tíu ára gamall. Þá var hann hestasveinn hjá tveimur merkismönnum í neðri Fáki, þeim Jóni Kaldal ljósmyndara sem var einn af fyrstu portrett ljósmyndurum Íslands og Ottó A. Michelsen sem var með IBM og Skrifstofuvélar. Guðmundur og félagi hans voru fengnir til að hreyfa hestana reglulega. „Ég naut þess auðvitað, var þarna á hverjum einasta degi þegar ég var ungur og svo var ég í hestamennsku til svona 18 ára aldurs eða 19. Þá tók handboltinn alveg yfir. Þannig að ég tók mér 40 ára pásu,“ útskýrir Guðmundur. Guðmundur er auðvitað með vel merktan landsliðshjálm.Vísir/Hestalífið Stuðningur við dótturina Það var mjög góð ástæða fyrir því að Guðmundur fór aftur af stað í hestamennskunni og honum líður stórkostlega yfir því að vera kominn í hnakkinn aftur. „Mér finnst þetta mjög gaman. Ég ákvað líka að fylgja eftir áhugamáli dóttur minnar, hún er búin að þrá mikið að eignast hesta og fara í hestamennsku og hún er búin að tala mikið um þetta. Þannig að ég ákvað líka út af því að styðja við bakið á henni og fara í hestamennskuna með henni. Þannig eiginlega æxlaðist þetta.“ Júlía 12 ára dóttir Guðmundar gefur tóninn í hesthúsinu. Þar eru alls konar sprey og aukahlutir fyrir hestinn þeirra Fák. „Dóttir mín keypti þetta úti í Berlín, hún hefur voða gaman af því að gera þá fína og þetta er held ég á faxið og taglið. Og svo eru hérna alls konar hófhlífar og teygjur. Ég er nú ekki duglegur við að setja teygjurnar í. Það sér dóttir mín um.“Mannlífsþátturinn Hestalífið fór í loftið á Vísi í dag og má horfa á fyrsta þátt í spilaranum hér ofar í fréttinni. Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestalífið Hestar Tengdar fréttir Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45