Innlent

Birgir Svan Símonarson látinn

Jakob Bjarnar skrifar
Birgir Svan Símonarson.
Birgir Svan Símonarson. Aðsend

Birgir Svan Símonarson kennari og rithöfundur lést þann 25. desember síðastliðinn á Líknardeild landspítalans í Kópavogi.

Birgir er íslenskum ljóðaunnendum að góðu kunnur. Hann vakti mikla athygli með bókunum sínum Nætursöltuð ljóð og Hraðfryst ljóð og ljóðinu Geggjaður ástaróður sem margir þekkja úr kennslubókum um íslenska ljóðlist. 

Birgir var hluti af skáldahópnum Listaskáldunum vondu ásamt Sigurði Pálssyni, Megasi, Steinunni Sigurðardóttur og fleirum sem slógu í gegn, ferðuðust um landið, lásu ljóð og ögruðu góðborgurum og gagnrýnendum. Birgir gaf út yfir 20 ljóðabækur á löngum ferli en skilur einnig eftir sig safn barnabóka, örsagna, þriggja línu ljóða og þýðinga. Meðfram ritstörfum starfaði Birgir sem sjómaður og síðar kennari og deildarstjóri í Kópavogi. 

Birgir barðist við krabbamein í meira en áratug og lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi á jóladag 25. desember.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×