Bjarni Ben í Ásmundarsal þar sem lögregla leysti upp samkvæmi Kolbeinn Tumi Daðason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 24. desember 2020 09:50 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, var staddur í gleðskap í Ásmundarsal sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leysti upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Töluverður fjöldi fólks var staddur í Ásmundarsal á Skólavörðuholtinu og þeirra á meðal Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona hans. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í tilkynningu í morgun að lögregla hefði verið kölluð til vegna vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. „Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Ráðherra var ekki nefndur á nafn. Fréttastofa hefur hvorki náð í Bjarna né aðstoðarmenn hans það sem af er morgni þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Þá segist Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ekkert þekkja til málsins. Samkvæmt Facebook-síðu Ásmundarsalar var jólasýning þar opin til klukkan tíu í gærkvöldi, en eins og áður sagði var samkvæmið leyst upp á ellefta tímanum. Hér að neðan má sjá innan í húsakynni salarins. #HönnunarMars er handan við hornið. Ásmundarsalur Design Bar opnar á fimmtudag. Það verða allir þar! @honnunarmars #icelandicdesign #designmarch pic.twitter.com/0go4zVEr9q— Ásmundarsalur (@Asmundarsalur) March 25, 2019 Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni sem barst upp úr klukkan 10 er samkvæmið sem leyst var upp í gær til rannsóknar vegna grunsemda um brot á sóttvarnalögum. „Málið fer nú til hefðbundinnar rannsóknar hjá embættinu, en frekari upplýsinga um málið er ekki að vænta fyrr en eftir jól eða áramót,“ segir í tilkynningunni. Fréttin er í vinnslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Töluverður fjöldi fólks var staddur í Ásmundarsal á Skólavörðuholtinu og þeirra á meðal Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona hans. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í tilkynningu í morgun að lögregla hefði verið kölluð til vegna vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. „Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Ráðherra var ekki nefndur á nafn. Fréttastofa hefur hvorki náð í Bjarna né aðstoðarmenn hans það sem af er morgni þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Þá segist Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ekkert þekkja til málsins. Samkvæmt Facebook-síðu Ásmundarsalar var jólasýning þar opin til klukkan tíu í gærkvöldi, en eins og áður sagði var samkvæmið leyst upp á ellefta tímanum. Hér að neðan má sjá innan í húsakynni salarins. #HönnunarMars er handan við hornið. Ásmundarsalur Design Bar opnar á fimmtudag. Það verða allir þar! @honnunarmars #icelandicdesign #designmarch pic.twitter.com/0go4zVEr9q— Ásmundarsalur (@Asmundarsalur) March 25, 2019 Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni sem barst upp úr klukkan 10 er samkvæmið sem leyst var upp í gær til rannsóknar vegna grunsemda um brot á sóttvarnalögum. „Málið fer nú til hefðbundinnar rannsóknar hjá embættinu, en frekari upplýsinga um málið er ekki að vænta fyrr en eftir jól eða áramót,“ segir í tilkynningunni. Fréttin er í vinnslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira