Innlent

Píratar mælast næst­stærsti flokkurinn í nýrri könnun

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Björn Leví Gunnarsson er einn þingmanna Pírata.
Björn Leví Gunnarsson er einn þingmanna Pírata. Vísir/Vilhelm

Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkur landsins miðað við nýja könnun sem Zenter gerði fyrir Fréttablaðið og birt er í dag. Flokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi og dalar örlítið.

Píratar eru næststærstir og mælast með 17 prósent og bæta við sig þremur prósentustigum. Þar á eftir kemur Samfylkingin með 15.6 prósent þrátt fyrir að dala um 1,6 sex prósent og Viðreisn og Vinstri græn mælast nú jafnstórir flokkar, með 10,2 prósent.

Framsókn fengi 7,3 prósent yrði gengið til kosninga nú og dalar örlítið og sama er að segja um Miðflokkinn sem mælist með 6,7 prósent. Flokkur fólksins mælist síðan með 4,7 prósent og Sósíalistar, sem hafa boðað framboð í næstu kosningum fá 3,3 prósentustig í könnuninni.

Athygli vekur að ef litið er til aldurshópa þá er Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur í yngsta hópnum, 18 til 24 ára. Þar mælist flokkurinn með 32 prósenta fylgi. Samfylking og VG eru einnig vinsæl í yngsta hópnum, báðir flokkarnir með nítján prósent.

Að því er fram kemur í blaðinu þá nefndi enginn svarenda í yngsta aldurshópnum Framsóknarflokk, Miðflokk, Flokk fólksins eða Sósíalista.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×