Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2020 17:26 Framhaldsskólanemendur geta snúið aftur í skólann á ný eftir áramót. Vísir/Vilhelm Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. Á háskólastigi verður heimilt að hafa allt að 50 manns saman í rými en blöndun milli hópa er óheimil. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem segir að reglugerðin taki gildi 1. janúar næstkomandi og gildi til 28. febrúar. Helstu breytingar eru eftirfarandi: Leikskólar: Heimilt verður að hafa 20 starfsmenn saman í rými og þeim er heimilt að fara á milli hópa. Ef ekki er unnt að tryggja 2 metra reglu innandyra ber þeim að nota grímur. Grunnskólar: Heimilt verður að hafa 20 starfsmenn saman í rými og þeim er heimilt að fara á milli hópa. Ef ekki er unnt að tryggja 2 metra reglu innandyra ber þeim að nota grímur. Í sameiginlegum rýmum, m.a. mötuneytum verður heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun, að því gefnu að starfsfólk noti grímur. Þessar reglur gilda einnig um frístundaheimili, skipulagt íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarf og um störf í félagsmiðstöðvum. Framhaldsskólar: Heimilt verður að hafa samtals 30 nemendur og starfsmenn saman í rými. Blöndun nemenda milli hópa er heimil. Sé ekki unnt að tryggja 2 metra reglu ber nemendum og starfsfólki að nota grímu. Sömu reglur gilda um lýðskóla, ungmennahús og framhaldsfræðslu. Háskólar: Heimilt verður að hafa samtals 50 nemendur og starfsmenn í hverju kennslu- eða lesrými. Blöndun milli nemendahópa er óheimil en starfsfólki er heimilt að fara á milli hópa. Sé ekki unnt að tryggja 2 metra reglu ber nemendum og starfsfólki að nota grímu. Tónlistarkennsla: Öll tónlistarkennsla barna á leik- og grunnskólaaldri er heimil samkvæmt sömu takmörkunum og gilda á hvoru skólastigi um sig. Um tónlistarkennslu eldri nemenda gilda sömu takmarkanir og í framhaldsskólum. Á vef stjórnarráðsins segir einnig að reglugerðin taki mið af minnisblaði sóttvarnalæknis, sem lesa má hér. Þar kemur fram að tillögur hans séu settar fram með þeim fyrirvara að ástand faraldursins verði ekki verra við upphaf nýrrar annar en nú er. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Á háskólastigi verður heimilt að hafa allt að 50 manns saman í rými en blöndun milli hópa er óheimil. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem segir að reglugerðin taki gildi 1. janúar næstkomandi og gildi til 28. febrúar. Helstu breytingar eru eftirfarandi: Leikskólar: Heimilt verður að hafa 20 starfsmenn saman í rými og þeim er heimilt að fara á milli hópa. Ef ekki er unnt að tryggja 2 metra reglu innandyra ber þeim að nota grímur. Grunnskólar: Heimilt verður að hafa 20 starfsmenn saman í rými og þeim er heimilt að fara á milli hópa. Ef ekki er unnt að tryggja 2 metra reglu innandyra ber þeim að nota grímur. Í sameiginlegum rýmum, m.a. mötuneytum verður heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun, að því gefnu að starfsfólk noti grímur. Þessar reglur gilda einnig um frístundaheimili, skipulagt íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarf og um störf í félagsmiðstöðvum. Framhaldsskólar: Heimilt verður að hafa samtals 30 nemendur og starfsmenn saman í rými. Blöndun nemenda milli hópa er heimil. Sé ekki unnt að tryggja 2 metra reglu ber nemendum og starfsfólki að nota grímu. Sömu reglur gilda um lýðskóla, ungmennahús og framhaldsfræðslu. Háskólar: Heimilt verður að hafa samtals 50 nemendur og starfsmenn í hverju kennslu- eða lesrými. Blöndun milli nemendahópa er óheimil en starfsfólki er heimilt að fara á milli hópa. Sé ekki unnt að tryggja 2 metra reglu ber nemendum og starfsfólki að nota grímu. Tónlistarkennsla: Öll tónlistarkennsla barna á leik- og grunnskólaaldri er heimil samkvæmt sömu takmörkunum og gilda á hvoru skólastigi um sig. Um tónlistarkennslu eldri nemenda gilda sömu takmarkanir og í framhaldsskólum. Á vef stjórnarráðsins segir einnig að reglugerðin taki mið af minnisblaði sóttvarnalæknis, sem lesa má hér. Þar kemur fram að tillögur hans séu settar fram með þeim fyrirvara að ástand faraldursins verði ekki verra við upphaf nýrrar annar en nú er.
Leikskólar: Heimilt verður að hafa 20 starfsmenn saman í rými og þeim er heimilt að fara á milli hópa. Ef ekki er unnt að tryggja 2 metra reglu innandyra ber þeim að nota grímur. Grunnskólar: Heimilt verður að hafa 20 starfsmenn saman í rými og þeim er heimilt að fara á milli hópa. Ef ekki er unnt að tryggja 2 metra reglu innandyra ber þeim að nota grímur. Í sameiginlegum rýmum, m.a. mötuneytum verður heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun, að því gefnu að starfsfólk noti grímur. Þessar reglur gilda einnig um frístundaheimili, skipulagt íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarf og um störf í félagsmiðstöðvum. Framhaldsskólar: Heimilt verður að hafa samtals 30 nemendur og starfsmenn saman í rými. Blöndun nemenda milli hópa er heimil. Sé ekki unnt að tryggja 2 metra reglu ber nemendum og starfsfólki að nota grímu. Sömu reglur gilda um lýðskóla, ungmennahús og framhaldsfræðslu. Háskólar: Heimilt verður að hafa samtals 50 nemendur og starfsmenn í hverju kennslu- eða lesrými. Blöndun milli nemendahópa er óheimil en starfsfólki er heimilt að fara á milli hópa. Sé ekki unnt að tryggja 2 metra reglu ber nemendum og starfsfólki að nota grímu. Tónlistarkennsla: Öll tónlistarkennsla barna á leik- og grunnskólaaldri er heimil samkvæmt sömu takmörkunum og gilda á hvoru skólastigi um sig. Um tónlistarkennslu eldri nemenda gilda sömu takmarkanir og í framhaldsskólum.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira