Innlent

„Skynsamlegt að lífeyrissjóðir taki þátt í uppbyggingu innviða“

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu.
Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu.

Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs segir skynsamlegt að lífeyrissjóðir taki þátt í því að byggja upp innviði hérlendis.

„Okkur finnst og mörgum sem ég hef talað við að það séu fullt af innviðaverkefnum tæk í samstarf með fjárfestum að stjórnvöld þurfi ekki endilega að leggja allt þetta beint á fjárlögin,“ sagði Ólafur Sigurðsson í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Í spilaranum hér fyrir neðan má hlusta á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Ólaf:

„Það er fullt af verkefnum sem brýn þörf er að fara í og við höfum horft á þetta sem fjárfestingu sem gæti skilað hagvexti til framtíðar. Að innviðirnir verði skilvirkari,“ segir Ólafur.

Hann segir lífeyrissjóði fjárfesta í innviðum erlendis í gegnum sjóði en ekki beint hérlendis.

„Við erum að horfa á kollega okkar erlendis sem fjárfesta í innviðum og gera það í stórum stíl og við erum að fjárfesta í innviðum erlendis í gegnum sjóði.“

En ekkert hér?

„Ekki beint. Við erum búin að vera að reyna að reka innviðasjóð og koma honum af stað en það gengur hægt.“

Hvers vegna?

„Ég held að hluta til séu það stjórnmálin. Þetta er einkavæðing eins og það er stundum kallað og mörgum mislíkar það. Okkur vantar mögulega formið til að fara í samrekstur. Þetta er ekki endilega spurning um að þetta þurfi að fara að fullu í eigu einkaaðila. Þetta er spurning um hvort að stjórnvöld, sveitarfélög og ríki sjái sér hag í því að eiga suma hluti með einkaaðilum. Með lífeyrissjóði og öðrum,“ segir Ólafur.


Tengdar fréttir

Síðasti þáttur Sprengisands fyrir jól

Síðasti þáttur Sprengisands fyrir jól hefst á Bylgjunni í dag klukkan 10. Þar verður farið yfir víðan völl og ýmislegt gert upp fyrir jólin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×