Erlent

Nava­jo-stromparnir jafnaðir við jörðu

Sylvía Hall skrifar
Stromparnir kvöddu á föstudag.
Stromparnir kvöddu á föstudag. Skjáskot

Umhverfisverndarsinnar hrósuðu sigri á föstudag þegar strompar kolaverksmiðjunnar í Navajo voru jafnaðir við jörðu. Verksmiðjunni var endanlega lokað í nóvember á síðasta ári þegar síðustu birgðir kláruðust.

Ákvörðun um að loka verksmiðjunni var tekin árið 2017 vegna aukins rekstrarkostnaðar. Eigendur segja að á þeim tíma hafi verið ljóst að endurnýtanlegir orkugjafar hafi verið að verða ódýrari svo enginn markaður hafi verið fyrir kol lengur.

Verksmiðjan, sem staðsett er á mörkum Arizona og Utah, hafði verið mikilvægur atvinnuveitandi fyrir frumbyggja á svæðinu enda voru launin þar mun hærri en þekktist á svæðinu. Hún hafði verið starfrækt í fjóra áratugi, en undanfarin ár hafði umræða um afleiðingar hennar á umhverfið orðið alvarlegri enda hafði hún mengandi áhrif á nærumhverfið.

Hér má sjá þegar stromparnir voru jafnaðir við jörðu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×