Fótbolti

Elías skrifar undir langan samning við dönsku meistarana

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elías Rafn Ólafsson fagnar sigurleik Midtjylland í YouthLeague á síðasta ári.
Elías Rafn Ólafsson fagnar sigurleik Midtjylland í YouthLeague á síðasta ári. Mynd/fcm.dk

Elías Rafn Ólafsson, markvörður, hefur framlengt sinn við dönsku meistarana í FC Midtjylland og er nú samningsbundinn félaginu til ársins 2025.

Elías hefur verið í Danmörku í rúm tvö ár. Fyrst byrjaði hann í U19 ára liði Midtjylland en svo var hann lánaður til Aarhus Fremad í 2. deildinni og síðar til Frederica í 1. deildinni þar sem hann leikur nú.

Hann hefur gert það svo gott að Midtjylland hefur ákveðið að framlengja samning hans til lok ársins 2025.

Svend Graversen, yfirmaður íþróttamála hjá Midtjylland, segir að félagið bindi miklar vonir við Elías í framtíðinni.

Elías segist sjálfur glaður hjá félaginu og er stoltur að félagið trúi á sig. Hann segir drauminn að brjóta sér leið inn í aðallið Midtjylland og spila í Meistaradeildinni.

Elías spilaði með Breiðabliki og FH áður en hann hélt í atvinnumennsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×