Fótbolti

Sam­herji Kjartans og Ágústs í að­gerð vegna eistna­krabba­meins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jonas Thorsen skýtur að marki Lyngby fyrr á leiktíðinni.
Jonas Thorsen skýtur að marki Lyngby fyrr á leiktíðinni. Jan Christensen/Getty

Jonas Thorsen, leikmaður AC Horsens, hefur ekki spilað með liðinu undanfarnar vikur og það er góð ástæða fyrir því.

Thorsen er samherji Kjartans Henry Finnbogasonar og Ágústs Eðvalds Hlynssonar hjá danska úrvalsdeildarliðinu en hann er þrítugur miðjumaður.

Hann gekkst nefnilega undir aðgerð 27. nóvember vegna eistnakrabbameins. Hann segir í samtali við fjölmiðla að hann hafi það gott eftir aðgerðina.

Hann bætti einnig við að þetta hafi tekið meira á hans nánustu ættingja en hann sjálfan. Hann mun gangast reglulega undir skoðun næstu fimm árin vegna meinsins.

Thorsen hefur spilað níu leiki á þessari leiktíð en óvíst er hvenær hann snýr aftur út á völlinn með Íslendingaliðinu. Horsens er í 11. sætinu í Danmörku, næst neðsta dönsku úrvalsdeildarinnar, með sex stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.