Borgarleikhúsið og Kristín sýknuð af kröfu Atla Rafns í Landsrétti Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2020 15:05 Atli Rafn stefndi bæði Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur, þáverandi Borgarleikhússtjóra. vísir Landsréttur sýknaði í dag Leikfélag Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur fyrrverandi Borgarleikhússtjóra af kröfu Atla Rafns Sigurðssonar leikara. Héraðsdómur dæmdi stjórn leikfélagsins og Kristínu í fyrra til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá en Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður Leikfélags Reykjavíkur staðfestir að dómi héraðsdóms hafi verið snúið við í samtali við Vísi. Atli Rafn stefndi Kristínu og LR vegna uppsagnarinnar, sem hann taldi ólögmæta og byggðist á ásökunum um meinta kynferðislega áreitni hans. Hann krafðist þrettán milljóna króna í bætur vegna málsins en 5,5 milljónir voru dæmdar honum í skaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok október í fyrra. Héraðsdómur komst þá að þeirri niðurstöðu að Kristín og leikfélagið hefðu vegið að æru og persónu Atla Rafns með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í. Þá komst dómurinn sérstaklega að þeirri niðurstöðu að Kristín hefði borið persónulega ábyrgð í málinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis var héraðsdómi snúið við og Kristín og leikfélagið sýknuð af öllum kröfum. Einn dómari hafi þó skilað sératkvæði. Hann hafi verið sammála meirihlutanum um að sýkna báða aðila af fjárkröfunni en telji að leikfélagið ætti að greiða Atla milljón krónur í miskabætur. Atli höfðaði einnig mál gegn Persónuvernd eftir að Borgarleikhúsið synjaði beiðni hans um upplýsingar í tengslum við kvartanirnar á hendur honum. Atli hafði betur í málinu í héraðsdómi í sumar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Borgarleikhússtjóra hefði ekki verið skylt að veita honum umbeðnar upplýsingar en sá úrskurður var felldur úr gildi með dómi héraðsdóms. Uppfært: Dómurinn hefur verið birtur á vefsíðu Landsréttar. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá en Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður Leikfélags Reykjavíkur staðfestir að dómi héraðsdóms hafi verið snúið við í samtali við Vísi. Atli Rafn stefndi Kristínu og LR vegna uppsagnarinnar, sem hann taldi ólögmæta og byggðist á ásökunum um meinta kynferðislega áreitni hans. Hann krafðist þrettán milljóna króna í bætur vegna málsins en 5,5 milljónir voru dæmdar honum í skaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok október í fyrra. Héraðsdómur komst þá að þeirri niðurstöðu að Kristín og leikfélagið hefðu vegið að æru og persónu Atla Rafns með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í. Þá komst dómurinn sérstaklega að þeirri niðurstöðu að Kristín hefði borið persónulega ábyrgð í málinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis var héraðsdómi snúið við og Kristín og leikfélagið sýknuð af öllum kröfum. Einn dómari hafi þó skilað sératkvæði. Hann hafi verið sammála meirihlutanum um að sýkna báða aðila af fjárkröfunni en telji að leikfélagið ætti að greiða Atla milljón krónur í miskabætur. Atli höfðaði einnig mál gegn Persónuvernd eftir að Borgarleikhúsið synjaði beiðni hans um upplýsingar í tengslum við kvartanirnar á hendur honum. Atli hafði betur í málinu í héraðsdómi í sumar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Borgarleikhússtjóra hefði ekki verið skylt að veita honum umbeðnar upplýsingar en sá úrskurður var felldur úr gildi með dómi héraðsdóms. Uppfært: Dómurinn hefur verið birtur á vefsíðu Landsréttar.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent