Borgarleikhúsið og Kristín sýknuð af kröfu Atla Rafns í Landsrétti Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2020 15:05 Atli Rafn stefndi bæði Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur, þáverandi Borgarleikhússtjóra. vísir Landsréttur sýknaði í dag Leikfélag Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur fyrrverandi Borgarleikhússtjóra af kröfu Atla Rafns Sigurðssonar leikara. Héraðsdómur dæmdi stjórn leikfélagsins og Kristínu í fyrra til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá en Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður Leikfélags Reykjavíkur staðfestir að dómi héraðsdóms hafi verið snúið við í samtali við Vísi. Atli Rafn stefndi Kristínu og LR vegna uppsagnarinnar, sem hann taldi ólögmæta og byggðist á ásökunum um meinta kynferðislega áreitni hans. Hann krafðist þrettán milljóna króna í bætur vegna málsins en 5,5 milljónir voru dæmdar honum í skaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok október í fyrra. Héraðsdómur komst þá að þeirri niðurstöðu að Kristín og leikfélagið hefðu vegið að æru og persónu Atla Rafns með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í. Þá komst dómurinn sérstaklega að þeirri niðurstöðu að Kristín hefði borið persónulega ábyrgð í málinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis var héraðsdómi snúið við og Kristín og leikfélagið sýknuð af öllum kröfum. Einn dómari hafi þó skilað sératkvæði. Hann hafi verið sammála meirihlutanum um að sýkna báða aðila af fjárkröfunni en telji að leikfélagið ætti að greiða Atla milljón krónur í miskabætur. Atli höfðaði einnig mál gegn Persónuvernd eftir að Borgarleikhúsið synjaði beiðni hans um upplýsingar í tengslum við kvartanirnar á hendur honum. Atli hafði betur í málinu í héraðsdómi í sumar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Borgarleikhússtjóra hefði ekki verið skylt að veita honum umbeðnar upplýsingar en sá úrskurður var felldur úr gildi með dómi héraðsdóms. Uppfært: Dómurinn hefur verið birtur á vefsíðu Landsréttar. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá en Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður Leikfélags Reykjavíkur staðfestir að dómi héraðsdóms hafi verið snúið við í samtali við Vísi. Atli Rafn stefndi Kristínu og LR vegna uppsagnarinnar, sem hann taldi ólögmæta og byggðist á ásökunum um meinta kynferðislega áreitni hans. Hann krafðist þrettán milljóna króna í bætur vegna málsins en 5,5 milljónir voru dæmdar honum í skaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok október í fyrra. Héraðsdómur komst þá að þeirri niðurstöðu að Kristín og leikfélagið hefðu vegið að æru og persónu Atla Rafns með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í. Þá komst dómurinn sérstaklega að þeirri niðurstöðu að Kristín hefði borið persónulega ábyrgð í málinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis var héraðsdómi snúið við og Kristín og leikfélagið sýknuð af öllum kröfum. Einn dómari hafi þó skilað sératkvæði. Hann hafi verið sammála meirihlutanum um að sýkna báða aðila af fjárkröfunni en telji að leikfélagið ætti að greiða Atla milljón krónur í miskabætur. Atli höfðaði einnig mál gegn Persónuvernd eftir að Borgarleikhúsið synjaði beiðni hans um upplýsingar í tengslum við kvartanirnar á hendur honum. Atli hafði betur í málinu í héraðsdómi í sumar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Borgarleikhússtjóra hefði ekki verið skylt að veita honum umbeðnar upplýsingar en sá úrskurður var felldur úr gildi með dómi héraðsdóms. Uppfært: Dómurinn hefur verið birtur á vefsíðu Landsréttar.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira