Áfram hættustig á Seyðisfirði og aurskriða féll í Eskifirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2020 22:14 Mikið hreinsunarstarf fór fram á Seyðisfirði í dag en aurinn úr hlíðum fjallsins hefur flætt um göturnar og reynst erfiður fyrir. Vísir/Egill Hættustig almannavarna mun áfram vera í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Þrjú hlaup urðu í Búðará í dag auk aurskriðuflóðs við Selsstaði sem lokaði vegi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Almannavarna. Miklar rigningar hafa verið á Austurlandi undanfarna daga sem valdið hafa miklum aurskriðum á Seyðisfirði. Auk hlaupsins í Búðará féll skriða utan Dagmálalækjar úr Botnabrú og lítil skriða féll í Eskifirði við Högnastaði. Aðstæður þar kalla ekki á sérstakan viðbúnaðar að sögn Almannavarnadeildar. Miklum rigningum spáir næstu daga og þá sérstaklega í kvöld en með hléum fram á sunnudag. Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Hættustig almannavarna er...Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Thursday, December 17, 2020 „Hlíðin ofan Seyðisfjarðar er enn óstöðug og má búast við frekari skriðuföllum samhliða úrkomunni,“ stendur í færslunni. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í dag og gekk hún vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert tjón á húsnæði er. Þó hefur vatn og aur komist inn í nokkur húsanna. Enn mælir Veðurstofa Íslands með áframhaldandi rýmingu á húsum á Seyðisfirði og hefur fjöldi fólks fengið inn á heimili vina og ættingja. Enginn hefur þurft að gista í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins sem opnuð var á Seyðisfirði í vikunni. Múlaþing Veður Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Fjarðabyggð Tengdar fréttir Samheldni á Seyðisfirði Einhverjar hreyfingar hafa verið í fjallinu á Seyðisfirði í kvöld. Það mun þó ekki vera mikið en mikið myrkur er og ekki hægt að skoða fjallið vel. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir litlar hreyfingar hafa verið í fjallinu í allan dag. 17. desember 2020 20:33 Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08 Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. 17. desember 2020 14:44 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Miklar rigningar hafa verið á Austurlandi undanfarna daga sem valdið hafa miklum aurskriðum á Seyðisfirði. Auk hlaupsins í Búðará féll skriða utan Dagmálalækjar úr Botnabrú og lítil skriða féll í Eskifirði við Högnastaði. Aðstæður þar kalla ekki á sérstakan viðbúnaðar að sögn Almannavarnadeildar. Miklum rigningum spáir næstu daga og þá sérstaklega í kvöld en með hléum fram á sunnudag. Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Hættustig almannavarna er...Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Thursday, December 17, 2020 „Hlíðin ofan Seyðisfjarðar er enn óstöðug og má búast við frekari skriðuföllum samhliða úrkomunni,“ stendur í færslunni. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í dag og gekk hún vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert tjón á húsnæði er. Þó hefur vatn og aur komist inn í nokkur húsanna. Enn mælir Veðurstofa Íslands með áframhaldandi rýmingu á húsum á Seyðisfirði og hefur fjöldi fólks fengið inn á heimili vina og ættingja. Enginn hefur þurft að gista í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins sem opnuð var á Seyðisfirði í vikunni.
Múlaþing Veður Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Fjarðabyggð Tengdar fréttir Samheldni á Seyðisfirði Einhverjar hreyfingar hafa verið í fjallinu á Seyðisfirði í kvöld. Það mun þó ekki vera mikið en mikið myrkur er og ekki hægt að skoða fjallið vel. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir litlar hreyfingar hafa verið í fjallinu í allan dag. 17. desember 2020 20:33 Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08 Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. 17. desember 2020 14:44 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Samheldni á Seyðisfirði Einhverjar hreyfingar hafa verið í fjallinu á Seyðisfirði í kvöld. Það mun þó ekki vera mikið en mikið myrkur er og ekki hægt að skoða fjallið vel. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir litlar hreyfingar hafa verið í fjallinu í allan dag. 17. desember 2020 20:33
Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08
Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. 17. desember 2020 14:44