Innlent

Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Frá Seyðisfirði á fjórða tímanum í dag.
Frá Seyðisfirði á fjórða tímanum í dag. Vísir/Egill

Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir.

Kristján sagði að nokkrir hefðu þegið boðið því mörg húsanna liggi undir skemmdum og því hafi verið brýnt að losa vatn og aur eins og hægt er til að forða frekara tjóni.

Líkt og í gær verður fólk að vera búið að yfirgefa rýmingarsvæðið fyrir klukkan hálf fimm síðdegis.

Um fimm leytið hefst síðan stöðufundur lögreglunnar á austurlandi, ríkislögreglustjóra og veðurstofu Íslands þar sem meðal annars verður tekin ákvörðun um það hvort fólk geti snúið aftur heim til sín í nótt.

Kristján telur það reyndar fremur ólíklegt í ljósi óhagstæðrar veðurspár.


Tengdar fréttir

Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns

Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö.

Stjórnvöld munu styðja við Seyðfirðinga

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld muni styðja þær stofnanir sem komi að uppbyggingu eftir flóð eins og urðu á Seyðisfirði í fyrradag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.