Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2020 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2020 13:00 Úr vöndu er að ráða þetta árið. Vísir Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á Manni ársins 2020 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Um fimm þúsund tilnefningar bárust í gegnum vefinn og í símatíma Reykjavík síðdegis. Þær hafa aldrei verið fleiri. Þorgeir, Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Björgunarsveitarfólk vann verðlaunin í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 30. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Alma D. Möller Landlæknir hefur staðið í ströngu á árinu en hún er æðsti yfirmaður heilbrigðisþjónustu í landinu. Alma hefur notað hvert tækifæri til að hrósa því sem vel er gert og hvatt þjóðina til dáða. Víðir Reynisson Yfirlögregluþjónninn hefur verið í stóru hlutverki í kórónuveirufaraldrinum og stýrt vel á annað hundrað upplýsingafundum af yfirvegun. Hann hefur minnt á mikilvægi samstöðu í baráttunni við Covid-19. Þórólfur Guðnason Sóttvarnalæknir hefur verið í aðalhlutverki í glímu landsmanna við Covid-19. Hann hefur lagt línurnar í aðgerðum hér á landi með það að markmiði að lágmarka dauðsföll og álag á heilbrigðisstofnanir. Hildur Guðnadóttir Tónskáldið sópaði til sín verðlaunum og viðurkenningum á árinu. Hún vann bæði Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn og Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í Chernobyl. Þá er hún tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í Jókernum. Kári Stefánsson Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur farið fyrir ÍE sem hefur spilað stóra rullu í baráttunni við Covid-19 með greiningu á sýnum hér á landi. Hann hefur talað fyrir mikilvægi aðgerða og þykir af mörgum hreinskilinn og heiðarlegur í nálgun sinni. Heilbrigðisstarfsmaðurinn Hefur svo sannarlega staðið vaktina í heimsfaraldrinum. Álagið hefur verið afar mikið hvort sem er á heilsugæslu eða spítölunum hvar á landi sem er. Fólk sem útsetti sjálft sig til að hjálpa öðrum í baráttunni við Covid-19. Sara Björk Gunnarsdóttir Fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu og skoraði eitt marka Lyon í úrslitaleiknum. Fyrirliði kvennalandsliðsins sem tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótinu 2022. Helgi Björns Söngvarinn var áberandi á sjónvarpsskjánum, yljaði mörgum um hjartarætur og stytti fólki stundir með flutningi sínum og gesta á laugardagskvöldum þegar fólk var svo til innilokað á heimilum sínum. Katrín Oddsdóttir Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur verið í fararbroddi fólks sem berst fyrir nýrri stjórnarskrá. Félagið safnaði um 41 þúsund undirskriftum þar sem nýrrar stjórnarskrár er krafist. Ásgeir Jónsson Tók við embætti seðlabankastjóra í ágúst í fyrra og hefur staðið í brúnni á tímum þar sem efnahagshorfur fara síversnandi. Seðlabanki hefur lægt öldurnar í efnahagslífinu á meðan það er ólgusjór allt í kring meðal annars með lægri stýrivöxtum. Hver á skilið nafnbótina Maður ársins 2020? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan. Uppfært: Lokað hefur verið fyrir kosningu. Úrslitin verða tilgreind í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni í fyrramálið og hér á Vísi. Fréttir ársins 2020 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Þorgeir, Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Björgunarsveitarfólk vann verðlaunin í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 30. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Alma D. Möller Landlæknir hefur staðið í ströngu á árinu en hún er æðsti yfirmaður heilbrigðisþjónustu í landinu. Alma hefur notað hvert tækifæri til að hrósa því sem vel er gert og hvatt þjóðina til dáða. Víðir Reynisson Yfirlögregluþjónninn hefur verið í stóru hlutverki í kórónuveirufaraldrinum og stýrt vel á annað hundrað upplýsingafundum af yfirvegun. Hann hefur minnt á mikilvægi samstöðu í baráttunni við Covid-19. Þórólfur Guðnason Sóttvarnalæknir hefur verið í aðalhlutverki í glímu landsmanna við Covid-19. Hann hefur lagt línurnar í aðgerðum hér á landi með það að markmiði að lágmarka dauðsföll og álag á heilbrigðisstofnanir. Hildur Guðnadóttir Tónskáldið sópaði til sín verðlaunum og viðurkenningum á árinu. Hún vann bæði Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn og Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í Chernobyl. Þá er hún tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í Jókernum. Kári Stefánsson Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur farið fyrir ÍE sem hefur spilað stóra rullu í baráttunni við Covid-19 með greiningu á sýnum hér á landi. Hann hefur talað fyrir mikilvægi aðgerða og þykir af mörgum hreinskilinn og heiðarlegur í nálgun sinni. Heilbrigðisstarfsmaðurinn Hefur svo sannarlega staðið vaktina í heimsfaraldrinum. Álagið hefur verið afar mikið hvort sem er á heilsugæslu eða spítölunum hvar á landi sem er. Fólk sem útsetti sjálft sig til að hjálpa öðrum í baráttunni við Covid-19. Sara Björk Gunnarsdóttir Fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu og skoraði eitt marka Lyon í úrslitaleiknum. Fyrirliði kvennalandsliðsins sem tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótinu 2022. Helgi Björns Söngvarinn var áberandi á sjónvarpsskjánum, yljaði mörgum um hjartarætur og stytti fólki stundir með flutningi sínum og gesta á laugardagskvöldum þegar fólk var svo til innilokað á heimilum sínum. Katrín Oddsdóttir Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur verið í fararbroddi fólks sem berst fyrir nýrri stjórnarskrá. Félagið safnaði um 41 þúsund undirskriftum þar sem nýrrar stjórnarskrár er krafist. Ásgeir Jónsson Tók við embætti seðlabankastjóra í ágúst í fyrra og hefur staðið í brúnni á tímum þar sem efnahagshorfur fara síversnandi. Seðlabanki hefur lægt öldurnar í efnahagslífinu á meðan það er ólgusjór allt í kring meðal annars með lægri stýrivöxtum. Hver á skilið nafnbótina Maður ársins 2020? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan. Uppfært: Lokað hefur verið fyrir kosningu. Úrslitin verða tilgreind í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni í fyrramálið og hér á Vísi.
Fréttir ársins 2020 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira