Erlendir lögreglumenn geti haft lögregluvald á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 17. desember 2020 13:23 Í frumvarpi sem dómsmálaráðherra hefur dreift á Alþingi um breytingar á lögreglulögum er meðal annars fjallað um heimildir til erlendra lögreglumanna til að beita lögregluvaldi á Íslandi að gefnu leyfi Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir erlendum lögreglumönnum ekki verða gefið ótakmarkað lögregluvald þótt þeir fái heimild til að sinna lögreglustörfum hér á landi samkvæmt nýju frumvarpi. Þingmaður Pírata lýsti áhyggjum af þessum fyrirhuguðu breytingum á lögreglulögum á Alþingi í morgun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata vakti athygli á því í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að í frumvarpi til breytinga á lögreglulögum gætu erlendir lögreglumenn sem hingað komi farið með lögregluvald á Íslandi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kallaði eftir nánari útskýringum á mögulegum valdheimildum erlendra lögreglumanna á Íslandi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell „Hvaða heimildir gætu þeir fengið? Hvaða rök standa að baki veitingu slíkra heimilda,“ spurði Þórhildur Sunna. „Hér er um að ræða alþjóðlegt samstarf og atriði sem við þurfum að skýra gagnvart löndum í kringum okkur, þegar þarf en það hafi verið skipti milli lögregluyfirvalda milli landa. Komi þá að alþjóðlegri aðstoð. Þetta snýst um alþjóðlegt samstarf fyrst og fremst,“ sagði dómsmálaráðherra. Þórhildur Sunna vildi hins vegar fá nánari útskýringar á því hvað fælist í því lögregluvaldi sem stæði til að gefa erlendum lögreglumönnum. Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að erlendir lögreglumenn geti komið hingað fyrirvaralaust og starfað með lögregluvaldi.Vísir/Vilhelm Hvað geta þeir gert? Vegna þess að samkvæmt orðalaginu virðist mér það að minnsta kosti mögulegt að bandarískir alríkislögreglumenn gætu elt uppi íslenskan hakkara eða þýskir lögreglumenn gætu mætt með Sheffer hundana sína á seyðisfjarðarhöfn. Nú eða namebískir lögreglumenn gætu ráðist í húsleit og handtökur á Dalvík,“ sagði Þórhildur Sunna. Dómsmálaráðherra sagði að kveðið væri á um að Ríkislögreglustjóri gæti heimilað að erlendir lögreglumenn sem kæmu hingað færu með lögregluvald og að dómsmálaráðherra væri heimilt að setja nánari reglur um slíkt samstarf. „Þetta verður ekki með þeim hætti sem hv. þingmaður nefnir, að hér geti bara komið lögreglumenn og haft lögregluvald án þess að það sé nokkurs konar skýrt af íslenskum yfirvöldum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Lögreglumál Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata vakti athygli á því í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að í frumvarpi til breytinga á lögreglulögum gætu erlendir lögreglumenn sem hingað komi farið með lögregluvald á Íslandi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kallaði eftir nánari útskýringum á mögulegum valdheimildum erlendra lögreglumanna á Íslandi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell „Hvaða heimildir gætu þeir fengið? Hvaða rök standa að baki veitingu slíkra heimilda,“ spurði Þórhildur Sunna. „Hér er um að ræða alþjóðlegt samstarf og atriði sem við þurfum að skýra gagnvart löndum í kringum okkur, þegar þarf en það hafi verið skipti milli lögregluyfirvalda milli landa. Komi þá að alþjóðlegri aðstoð. Þetta snýst um alþjóðlegt samstarf fyrst og fremst,“ sagði dómsmálaráðherra. Þórhildur Sunna vildi hins vegar fá nánari útskýringar á því hvað fælist í því lögregluvaldi sem stæði til að gefa erlendum lögreglumönnum. Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að erlendir lögreglumenn geti komið hingað fyrirvaralaust og starfað með lögregluvaldi.Vísir/Vilhelm Hvað geta þeir gert? Vegna þess að samkvæmt orðalaginu virðist mér það að minnsta kosti mögulegt að bandarískir alríkislögreglumenn gætu elt uppi íslenskan hakkara eða þýskir lögreglumenn gætu mætt með Sheffer hundana sína á seyðisfjarðarhöfn. Nú eða namebískir lögreglumenn gætu ráðist í húsleit og handtökur á Dalvík,“ sagði Þórhildur Sunna. Dómsmálaráðherra sagði að kveðið væri á um að Ríkislögreglustjóri gæti heimilað að erlendir lögreglumenn sem kæmu hingað færu með lögregluvald og að dómsmálaráðherra væri heimilt að setja nánari reglur um slíkt samstarf. „Þetta verður ekki með þeim hætti sem hv. þingmaður nefnir, að hér geti bara komið lögreglumenn og haft lögregluvald án þess að það sé nokkurs konar skýrt af íslenskum yfirvöldum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Lögreglumál Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira