Innlent

Enn hættustig á Seyðisfirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Nokkrar skriður hafa fallið á Seyðisfirði. Hér má sjá þar sem skriður hafa fallið úr Botnum utan við Nautaklauf á Austurveg.
Nokkrar skriður hafa fallið á Seyðisfirði. Hér má sjá þar sem skriður hafa fallið úr Botnum utan við Nautaklauf á Austurveg. Mynd/Lögreglan á Austurlandi

Enn er hættustig í gildi á Seyðisfirði og verður í nótt. Rigning hefur verið talsverð í dag og er búist við því að svo verði áfram í nótt og er ekki talið að það verði óhætt að fara inn á rýmingarsvæðið eins og heimilað var í morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu Lögreglunnar á Austurlandi en þar segir að staðan verði endurmetin í fyrramálið.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir óvissustig enn í gildi á Austurlandi vegna rigningarinnar í dag. Veðurspár segja til um áframhaldandi rigningu en Veðurstofa Íslands hafi í dag út appelsínugula úrkomuviðvörun sem gildir til fínu í fyrramálið.

Hér er svo loftmynd af skriðunni sem náði að Austurveg.Mynd/Lögreglan á Austurlandi

Rigning mun valda auknum grunnvatnsþrýstingi og viðhalda hárri grunnvatnsstöðu. Því er áfram talin hætta á vatnsflóðum og skriðuföllum.

Á Seyðisfirði er mikið álag á fráveitukerfi og eru taldar miklar líkur á vatnstjóni, samkvæmt tilkynningu almannavarna.

Þá hafa íbúar á Eskifirði, á ákveðnum svæðum nærri Lambeyrará og Grjótá verið beðnir um að fylgjast með aðstæðum og fara að öllu með gát.

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi: Hættustig almannavarna er...

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Wednesday, 16 December 2020

Tengdar fréttir

Ekki óhætt að snúa aftur heim næsta sólarhringinn

Ólíklegt þykir að fólkið sem þurfti að yfirgefa heimili sín í gær vegna skriðuhættu á Seyðisfirði geti snúið aftur í bráð. Í það minnsta ekki næsta sólarhringinn því hættustig er áfram í gildi í bænum. Staðan er þó í metin í sífellu.

Von á enn meiri rigningu á Aust­fjörðum í kvöld

Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum.

Fá fylgd heim til að gera ráðstafanir og ná í nauðsynjar

Ríkislögreglustjóri lýstI í gærkvöldi yfir hættustigi vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Það var gert í samráði við lögreglustjórann á austurlandi og Veðurstofu Íslands. Að auki er óvissustig á öllu Austurlandi vegna skriðuhættu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×