Innlent

Appelsínugul viðvörun vegna rigningar á Austfjörðum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Drulla úr skriðu sem féll í gær.
Drulla úr skriðu sem féll í gær. Davíð Kristinsson

Spáð er áframhaldandi mikilli rigning sem mun valda auknum grunnvatnsþrýstingi og viðhalda hárri grunnvatnsstöðu. Appelsínugul veðurviðvörun er á Austfjörðum vegna veðursins.

Á vef Veðurstofunnar segir að áfram sé hætta á vatnsflóðum og skriðuföllum. Mikið álag er á fráveitukerfi og miklar líkur á vatnstjóni. Eins og fram hefur komið er hættustig á Seyðisfirði vegna skriðufalla og óvissustig annars staðar á Austfjörðum.

Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að næsti einn og hálfi sólarhringur verði krítískur því spáð er áframhaldandi talsverðri rigningu á Austfjörðum.

Stór skriða féll síðdegis í gær úr Botnabrún utan við Nautaklauf á Seyðisfirði og olli tjóni. Nokkur hús voru rýmd undir Botnabrún í innri hluta bæjarins. Þar eru rýmingar enn í gildi, en fólk hefur fengið að fara í húsin sín undir eftirliti til þess að sækja nauðsynjar.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er gert ráð fyrir að rýming verði áfram í gildi fram á morgundaginn að minnsta kosti.


Tengdar fréttir

Ekki óhætt að snúa aftur heim næsta sólarhringinn

Ólíklegt þykir að fólkið sem þurfti að yfirgefa heimili sín í gær vegna skriðuhættu á Seyðisfirði geti snúið aftur í bráð. Í það minnsta ekki næsta sólarhringinn því hættustig er áfram í gildi í bænum. Staðan er þó í metin í sífellu.

Von á enn meiri rigningu á Aust­fjörðum í kvöld

Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×