McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. desember 2020 07:36 Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, var ekki eini stuðningsmaður Trump sem gaf sig í gær en Biden bárust einnig hamingjuóskir frá forsetum Rússlands, Brasilíu og Mexíkó. AP/Jacquelyn Martin Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. McConnell, sem hefur verið ötulli stuðningsmaður Trump en menn sáu fyrir, óskaði Biden til hamingju með sigurinn eftir að kjörmenn höfðu formlega innsiglað niðurstöðu kosninganna. Hann sagðist hafa vonast eftir „öðrum niðurstöðum“ en að kjörmennirnir hefðu talað. „Og því vil ég í dag óska kjörnum forseta, Joe Biden, til hamingju.“ McConnell sendi einnig kveðjur til nýkjörins varaforseta, Kamölu Harris. „Allir Bandaríkjamenn geta verið stoltir af því að í fyrsta sinn á þjóðin kvenvaraforseta“. Harris sagðist í samtali við ABC News fagna yfirlýsingu McConnell. „Það hefði verið betra ef hún hefði komið fyrr en nú hefur það gerst og það er það sem skiptir máli. Höldum áfram,“ sagði hún. Nú væri mikilvægt að freista þess að finna samhljóm þar sem það væri mögulegt. Hverfandi líkur á óvæntum uppákomum í janúar Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, hvatti Trump til að ljúka kjörtíma sínum með „snefil af sjálfsvirðingu“. Forsetinn hefur nú svo gott sem fullreynt dómstólaleiðina til að fá niðurstöðum kosninganna snúið en það er ekki að sjá að hann sé reiðubúinn til að játa sig sigraðan, ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. Eitt neyðarúrræði sem stuðningsmenn forsetans hafa horft til er að Repúblikanaflokkurinn í einstaka ríkjum útnefni eigin kjörmenn til að greiða atkvæði, sem yrðu svo afhent þinginu 6. janúar næstkomandi. Báðar deildir þingsins verða að samþykkja ákvörðun kjörmannanna með því að „telja atkvæði“ þeirra en demókratar ráða lögum og lofum í neðri deildinni og með viðurkenningu McConnell eru hverfandi líkur á óvæntum uppákomum þegar öldungadeildin tekur útnefninguna til umfjöllunar í janúar. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
McConnell, sem hefur verið ötulli stuðningsmaður Trump en menn sáu fyrir, óskaði Biden til hamingju með sigurinn eftir að kjörmenn höfðu formlega innsiglað niðurstöðu kosninganna. Hann sagðist hafa vonast eftir „öðrum niðurstöðum“ en að kjörmennirnir hefðu talað. „Og því vil ég í dag óska kjörnum forseta, Joe Biden, til hamingju.“ McConnell sendi einnig kveðjur til nýkjörins varaforseta, Kamölu Harris. „Allir Bandaríkjamenn geta verið stoltir af því að í fyrsta sinn á þjóðin kvenvaraforseta“. Harris sagðist í samtali við ABC News fagna yfirlýsingu McConnell. „Það hefði verið betra ef hún hefði komið fyrr en nú hefur það gerst og það er það sem skiptir máli. Höldum áfram,“ sagði hún. Nú væri mikilvægt að freista þess að finna samhljóm þar sem það væri mögulegt. Hverfandi líkur á óvæntum uppákomum í janúar Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, hvatti Trump til að ljúka kjörtíma sínum með „snefil af sjálfsvirðingu“. Forsetinn hefur nú svo gott sem fullreynt dómstólaleiðina til að fá niðurstöðum kosninganna snúið en það er ekki að sjá að hann sé reiðubúinn til að játa sig sigraðan, ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. Eitt neyðarúrræði sem stuðningsmenn forsetans hafa horft til er að Repúblikanaflokkurinn í einstaka ríkjum útnefni eigin kjörmenn til að greiða atkvæði, sem yrðu svo afhent þinginu 6. janúar næstkomandi. Báðar deildir þingsins verða að samþykkja ákvörðun kjörmannanna með því að „telja atkvæði“ þeirra en demókratar ráða lögum og lofum í neðri deildinni og með viðurkenningu McConnell eru hverfandi líkur á óvæntum uppákomum þegar öldungadeildin tekur útnefninguna til umfjöllunar í janúar.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira