Lífið

Harry og Meg­han gefa út hlað­varp

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Harry og Meghan ætla að gefa frá sér hlaðvarpsþætti og kemur fyrsti þátturinn út í desember.
Harry og Meghan ætla að gefa frá sér hlaðvarpsþætti og kemur fyrsti þátturinn út í desember. Getty/Chris Jackson

Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle munu gefa út hlaðvarpsþætti á streymisveitunni Spotify. Fyrstu þátturinn kemur út núna í desembermánuði.

Hjónin hafa stofnað framleiðslufyrirtæki sem ber nafnið Archewell Audio og er markmið þeirra að framleiða jákvæða hlaðvarpsþætti sem munu „deila fjölbreyttum sjónarmiðum og röddum.“

Hlaðvarpið verður aðgengilegt öllum, án endurgjalds, í gegn um streymisveituna. Meira en 1,5 milljón hlaðvörp eru aðgengileg á veitunni, meðal annars „The Michelle Obama Podcast,“ og fjöldi annarra hlaðvarpa. Meira en 320 milljón manns nota veituna reglulega.

Fyrsti þátturinn í hlaðvarpi Meghan og Harry verður sérstakur jólaþáttur og mun þau í honum segja „sögur um von og samúð,“ til þess að halda upp á nýja árið.

„Það sem við elskum við hlaðvörp er að þau minna okkur öll á að taka okkur tíma til þess að hlusta af alvöru, til þess að tengjast öðrum án truflana,“ sögðu Meghan og Harry í yfirlýsingu.

Þetta er ekki eina efnið sem von er á frá hjónunum en í september skrifuðu þau undir langtímaframleiðslusamning við streymisveituna Netflix og er von á sjónvarpsþáttum frá hjónunum.


Tengdar fréttir

Meghan Markle missti fóstur í júlí

Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, segir frá því í grein sem hún ritar í New York Times að hún hafi misst fóstur í júlí síðastliðnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.