Meghan Markle missti fóstur í júlí Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 09:29 Meghan Markle, hertogaynja af Sussex. Getty/Max Mumby Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, segir frá því í grein sem hún ritar í New York Times að hún hafi misst fóstur í júlí síðastliðnum. Í greininni segist hún hafa upplifað nánast óbærilega sorg en hún og Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, eiga einn son, Archie, sem fæddist í maí 2019. Í grein sinni lýsir Meghan því hvernig einn morgun í júlí hafi byrjað eins og hver annar dagur á morgunverði, vítamínum og öðrum morgunverkum. Eftir að hún skipti á Archie fann hún allt í einu mikinn krampa. Hún datt í gólfið með Archie í örmum sínum og segist hafa sungið fyrir hann vögguvísu til þess að róa þau bæði. „Þar sem ég hélt á frumburði mínum vissi ég að ég væri að missa annað barnið mitt,“ segir Meghan í grein sinni. Klukkustundum síðar sat hún á rúmi á spítala með Harry. Hún lýsir því hvernig hún hafi horft á hjarta hans brotna. Hún spurði hvort það væri í lagi með hann. „Er í lagi með okkur? Þetta ár hefur reynst mörgum okkar svo ótrúlega erfitt. Missir og sársauki hefur fylgt okkur öllum árið 2020, á erfiðum og þungum stundum,“ skrifar Meghan og vísar í kórónuveirufaraldurinn og öll þau mannslíf sem hann hefur kostað. Hún segist deila reynslu sinni af fósturmissi til að hvetja fólk, nú í aðdraganda þakkargjörðarhátíðarinnar í Bandaríkjunum, til að spyrja aðra hvort það sé allt í lagi. „Við erum að aðlagast nýjum normi þar sem andlit eru hulin grímum en það neyðir okkur til þess að horfa í augu hvors annars sem eru stundum full af hlýju en stundum full af tárum. Í fyrsta skipti í langan tíma sjáum við virkilega hvort annað sem manneskjur. Verður í lagi með okkur? Það mun verða í lagi með okkur,“ skrifar Meghan í lok greinar sinnar. Fyrr á þessu ári sögðu Harry og Meghan sig frá skyldum sínum sem meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar og fluttu frá Bretlandi til Kaliforníu til þess að vera fjarri kastljósi fjölmiðla. Kóngafólk Bretland Bandaríkin Harry og Meghan Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, segir frá því í grein sem hún ritar í New York Times að hún hafi misst fóstur í júlí síðastliðnum. Í greininni segist hún hafa upplifað nánast óbærilega sorg en hún og Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, eiga einn son, Archie, sem fæddist í maí 2019. Í grein sinni lýsir Meghan því hvernig einn morgun í júlí hafi byrjað eins og hver annar dagur á morgunverði, vítamínum og öðrum morgunverkum. Eftir að hún skipti á Archie fann hún allt í einu mikinn krampa. Hún datt í gólfið með Archie í örmum sínum og segist hafa sungið fyrir hann vögguvísu til þess að róa þau bæði. „Þar sem ég hélt á frumburði mínum vissi ég að ég væri að missa annað barnið mitt,“ segir Meghan í grein sinni. Klukkustundum síðar sat hún á rúmi á spítala með Harry. Hún lýsir því hvernig hún hafi horft á hjarta hans brotna. Hún spurði hvort það væri í lagi með hann. „Er í lagi með okkur? Þetta ár hefur reynst mörgum okkar svo ótrúlega erfitt. Missir og sársauki hefur fylgt okkur öllum árið 2020, á erfiðum og þungum stundum,“ skrifar Meghan og vísar í kórónuveirufaraldurinn og öll þau mannslíf sem hann hefur kostað. Hún segist deila reynslu sinni af fósturmissi til að hvetja fólk, nú í aðdraganda þakkargjörðarhátíðarinnar í Bandaríkjunum, til að spyrja aðra hvort það sé allt í lagi. „Við erum að aðlagast nýjum normi þar sem andlit eru hulin grímum en það neyðir okkur til þess að horfa í augu hvors annars sem eru stundum full af hlýju en stundum full af tárum. Í fyrsta skipti í langan tíma sjáum við virkilega hvort annað sem manneskjur. Verður í lagi með okkur? Það mun verða í lagi með okkur,“ skrifar Meghan í lok greinar sinnar. Fyrr á þessu ári sögðu Harry og Meghan sig frá skyldum sínum sem meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar og fluttu frá Bretlandi til Kaliforníu til þess að vera fjarri kastljósi fjölmiðla.
Kóngafólk Bretland Bandaríkin Harry og Meghan Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira