Mildaðir nauðgunardómar séu afleiðing manneklu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. desember 2020 19:45 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari hjá ríkissaksóknara. Vísir/ArnarHalldórs Það gerist reglulega að dómar í kynferðisbrotamálum eru mildaðir í Landsrétti vegna dráttar á málsmeðferð. Þingmaður Viðreisnar segir ástæðuna vera aukinn málafjölda og skort á starfsfólki hjá ákæruvaldinu. Síðustu misseri hefur fréttastofa ítrekað fjallað um að kynferðisbrotadómar séu mildaðir í Landsrétti. Síðasta föstudag fjölluðum við til að mynda um að Landsréttur hefði mildað dóm yfir tveimur mönnum sem sakfelldir voru fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku árið 2017. Mennirnir fengu tveggja ára fangelsisdóm í Landsrétti en höfðu hlotið þriggja ára dóm í héraði. Landsréttur vísaði meðal annars til dráttar á meðferð málsins hjá ákæruvaldinu. „Þetta eru leikreglurnar í sakamálum. Þegar að málsmeðferð hefur drengist um of og það er ekki sakbornigi um kenna er það bara viðurkennt mannréttindasjónarmið að svona eigi að gera,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Það gerist reglulega að dómar í kynferðisbrotamálum séu mildaðir af þessari ástæðu og ræddi Þorbjörg þessi mál á Alþingi í dag. „Skýrning er ekkert flóknari en sú að það vantar fleira fólk. Það er að koma fram núna að það er fjörutíu prósent aukning á málum hjá ákæruvaldinu og það hefur komið fram að það er þörf á starfsfólki og ef við erum nú þegar í þessari stöðu þá finnst mér blasa við að við erum ekkert að komast upp úr þessum hjólförum ef ekki verður breyting á,“ segir Þorbjörg Sigríður. Hún sjái ekki vísbendingar um að bæta eigi fjármagni í málaflokkinn. Það sé hins vegar nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að menn fái vægari refsingar en þeir hefðu átt að fá fyrir svo alvarleg brot. Þjóðfélagslegir hagsmunir kalli á breytingar. „Það er stór mál að leggja upp í það að leggja fram kæru. Við vitum öll að það er stórt mál að stíga þetta skref. Biðin er þungbær og síðan kemur dómur og þá gerist þetta,“ segir Þorbjörg og bætir við að mikilvægt sé að brugðist sé við stöðunni. Dómsmál Alþingi Lögreglan Dómstólar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Viðreisn Tengdar fréttir Nauðgunardómur mildaður úr tveimur árum í átján mánuði Landsréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem sakfelldur hafði verið í Héraðsdómi Reykjaness í mars 2019 fyrir nauðgun, hótanir og annað ofbeldi. Maðurinn hafði verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en mildaði Landsréttur dóminn í átján mánuði. 11. desember 2020 17:26 Smáskilaboð vógu þungt í nauðgunardómi sem var mildaður Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm sem karlmaður á þrítugsaldri hlaut á síðasta ári fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni úr tveimur árum niður í 21 mánuð. 17. nóvember 2020 11:07 Dómur mildaður í nauðgunarmáli manns sem kom GPS-tæki fyrir í bíl konu sinnar Landsréttur hefur mildað dóm yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. 20. september 2019 16:59 Nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. 8. mars 2019 18:50 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Síðustu misseri hefur fréttastofa ítrekað fjallað um að kynferðisbrotadómar séu mildaðir í Landsrétti. Síðasta föstudag fjölluðum við til að mynda um að Landsréttur hefði mildað dóm yfir tveimur mönnum sem sakfelldir voru fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku árið 2017. Mennirnir fengu tveggja ára fangelsisdóm í Landsrétti en höfðu hlotið þriggja ára dóm í héraði. Landsréttur vísaði meðal annars til dráttar á meðferð málsins hjá ákæruvaldinu. „Þetta eru leikreglurnar í sakamálum. Þegar að málsmeðferð hefur drengist um of og það er ekki sakbornigi um kenna er það bara viðurkennt mannréttindasjónarmið að svona eigi að gera,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Það gerist reglulega að dómar í kynferðisbrotamálum séu mildaðir af þessari ástæðu og ræddi Þorbjörg þessi mál á Alþingi í dag. „Skýrning er ekkert flóknari en sú að það vantar fleira fólk. Það er að koma fram núna að það er fjörutíu prósent aukning á málum hjá ákæruvaldinu og það hefur komið fram að það er þörf á starfsfólki og ef við erum nú þegar í þessari stöðu þá finnst mér blasa við að við erum ekkert að komast upp úr þessum hjólförum ef ekki verður breyting á,“ segir Þorbjörg Sigríður. Hún sjái ekki vísbendingar um að bæta eigi fjármagni í málaflokkinn. Það sé hins vegar nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að menn fái vægari refsingar en þeir hefðu átt að fá fyrir svo alvarleg brot. Þjóðfélagslegir hagsmunir kalli á breytingar. „Það er stór mál að leggja upp í það að leggja fram kæru. Við vitum öll að það er stórt mál að stíga þetta skref. Biðin er þungbær og síðan kemur dómur og þá gerist þetta,“ segir Þorbjörg og bætir við að mikilvægt sé að brugðist sé við stöðunni.
Dómsmál Alþingi Lögreglan Dómstólar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Viðreisn Tengdar fréttir Nauðgunardómur mildaður úr tveimur árum í átján mánuði Landsréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem sakfelldur hafði verið í Héraðsdómi Reykjaness í mars 2019 fyrir nauðgun, hótanir og annað ofbeldi. Maðurinn hafði verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en mildaði Landsréttur dóminn í átján mánuði. 11. desember 2020 17:26 Smáskilaboð vógu þungt í nauðgunardómi sem var mildaður Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm sem karlmaður á þrítugsaldri hlaut á síðasta ári fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni úr tveimur árum niður í 21 mánuð. 17. nóvember 2020 11:07 Dómur mildaður í nauðgunarmáli manns sem kom GPS-tæki fyrir í bíl konu sinnar Landsréttur hefur mildað dóm yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. 20. september 2019 16:59 Nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. 8. mars 2019 18:50 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Nauðgunardómur mildaður úr tveimur árum í átján mánuði Landsréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem sakfelldur hafði verið í Héraðsdómi Reykjaness í mars 2019 fyrir nauðgun, hótanir og annað ofbeldi. Maðurinn hafði verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en mildaði Landsréttur dóminn í átján mánuði. 11. desember 2020 17:26
Smáskilaboð vógu þungt í nauðgunardómi sem var mildaður Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm sem karlmaður á þrítugsaldri hlaut á síðasta ári fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni úr tveimur árum niður í 21 mánuð. 17. nóvember 2020 11:07
Dómur mildaður í nauðgunarmáli manns sem kom GPS-tæki fyrir í bíl konu sinnar Landsréttur hefur mildað dóm yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. 20. september 2019 16:59
Nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. 8. mars 2019 18:50