Innlent

Mildaðir nauðgunardómar séu afleiðing manneklu

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari hjá ríkissaksóknara.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari hjá ríkissaksóknara. Vísir/ArnarHalldórs

Það gerist reglulega að dómar í kynferðisbrotamálum eru mildaðir í Landsrétti vegna dráttar á málsmeðferð. Þingmaður Viðreisnar segir ástæðuna vera aukinn málafjölda og skort á starfsfólki hjá ákæruvaldinu.

Síðustu misseri hefur fréttastofa ítrekað fjallað um að kynferðisbrotadómar séu mildaðir í Landsrétti. 

Síðasta föstudag fjölluðum við til að mynda um að Landsréttur hefði mildað dóm yfir tveimur mönnum sem sakfelldir voru fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku árið 2017. Mennirnir fengu tveggja ára fangelsisdóm í Landsrétti en höfðu hlotið þriggja ára dóm í héraði. Landsréttur vísaði meðal annars til dráttar á meðferð málsins hjá ákæruvaldinu.

„Þetta eru leikreglurnar í sakamálum. Þegar að málsmeðferð hefur drengist um of og það er ekki sakbornigi um kenna er það bara viðurkennt mannréttindasjónarmið að svona eigi að gera,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. 

Það gerist reglulega að dómar í kynferðisbrotamálum séu mildaðir af þessari ástæðu og ræddi Þorbjörg þessi mál á Alþingi í dag.

„Skýrning er ekkert flóknari en sú að það vantar fleira fólk. Það er að koma fram núna að það er fjörutíu prósent aukning á málum hjá ákæruvaldinu og það hefur komið fram að það er þörf á starfsfólki og ef við erum nú þegar í þessari stöðu þá finnst mér blasa við að við erum ekkert að komast upp úr þessum hjólförum ef ekki verður breyting á,“ segir Þorbjörg Sigríður. 

Hún sjái ekki vísbendingar um að bæta eigi fjármagni í málaflokkinn. Það sé hins vegar nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að menn fái vægari refsingar en þeir hefðu átt að fá fyrir svo alvarleg brot. Þjóðfélagslegir hagsmunir kalli á breytingar.

„Það er stór mál að leggja upp í það að leggja fram kæru. Við vitum öll að það er stórt mál að stíga þetta skref. Biðin er þungbær og síðan kemur dómur og þá gerist þetta,“ segir Þorbjörg og bætir við að mikilvægt sé að brugðist sé við stöðunni. 


Tengdar fréttir

Nauðgunar­dómur mildaður úr tveimur árum í á­tján mánuði

Landsréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem sakfelldur hafði verið í Héraðsdómi Reykjaness í mars 2019 fyrir nauðgun, hótanir og annað ofbeldi. Maðurinn hafði verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en mildaði Landsréttur dóminn í átján mánuði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.