Erlent

Danskur at­vinnu­póker­spilari dæmdur fyrir að fylgjast með skjám mót­spilara

Atli Ísleifsson skrifar
Brot mannsins áttu sér stað á árunum 2008 til 2014.
Brot mannsins áttu sér stað á árunum 2008 til 2014. Getty

Dómstóll í Danmörku hefur þyngt dóm yfir dönskum atvinnupókerspilara fyrir að hafa komið fyrir njónsnaforriti í tölvum mótspilara. Landsréttur dæmdi Peter Willers Jepsen, einnig þekktur sem Zupp, í þriggja ára fangelsi en hann hafði verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í héraði.

Willers Jepsen er dæmdur fyrir innbrot í tölvukerfi og fjársvik. Á sama tíma hafa 22,4 milljónir danskra króna, um 470 milljónir íslenskra, verið gerð upptæk.

Danskir fjölmiðlar segja hinn dæmda hafa komið fyrir njósnabúnaði í tölvum fjölda mótspilara sem gerði það að verum að hann gat fylgst með skjám þeirra og þar með hvaða spil þeir voru með á hendi.

Hinn 38 ára Willers Jepsen ákvað að áfrýja dómi héraðsdóms í Kaupmannahöfn frá í desember, en niðurstaða landsréttar var að þyngja dóminn.

Brotin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2008 til 2014.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×